Nú er fjör í Nesi

Ingvi Jökull Logason með 106 sentímetra hæng úr Presthyl í …
Ingvi Jökull Logason með 106 sentímetra hæng úr Presthyl í Nesi, Ljósmynd/Aðsend

Þetta var virkilega góður dagur í Árnesi í Laxá í Aðaldal. Tveir hundraðkallar voru háfaðir og mældir. Við vorum búin að segja frá 102 sentímetra fiskinum sem Kristrún veiddi fyrir hádegi. En Presthylur var vettvangur seinni vaktarinnar. 

Ingvi Jökull Logason átti Presthyl eftir hádegi. Hann valdi að setja undir Kolskegg 1/2 tommu þyngda. Þessi líka stórlaxinn tók fluguna og var landað töluvert síðar.

Þegar hann náðist í háfinn og var mældur kom í ljós að hann var hvorki meira né minna en 106 sentímetrar. Tveir gestir í Nesi fá 20 punda næluna í kvöld og það er ljóst að að er fjör í Nesi hvort sem er í ánni eða veiðihúsinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert