Stærsti lax sumarsins 107 sm - myndband

Ungur þýskur veiðimaður Jules Goldberg landaði risahrygnu í Jöklu í fyrr í mánuðinu. Hann fór ásamt félaga sínum á stað sem ber nafnið Sjálfhelda. Matthías Þór Hákonarson var leiðsögumaður Jules þegar hann fékk stóra fiskinn og hann hefur nú ásamt syni sínum Bjarti sett saman myndband frá þessari viðureign. Bjartur er upprennandi klippari en hann er tíu ára.

Jules fékk hrygnuna á Snældu 1/4 tommu. Á heimasíðu Strengja er bent á að hrygnur séu yfirleitt þyngri en hængar og því sé þetta líklega stærsti laxinn sem veiðst hefur á Íslandi til þessa, í sumar. 107 sentímetra hængur veiddist í Nesi í Aðaldal fyrr í sumar.

Jules með hrygnuna úr Sjálfheldu í Jöklu. Þetta er annar …
Jules með hrygnuna úr Sjálfheldu í Jöklu. Þetta er annar af tveimur 107 sentímetra fiskum sem hafa landast í sumar. Ljósmynd/Strengir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert