Eystri-Rangá skilaði ríflega þúsund laxa veiði síðustu viku og er áin komin í 3.308 laxa og hafa þegar veiðst fleiri laxar þar í sumar en allt árið í fyrra. Sumarið 2019 var lokatalan í Eystri-Rangá 3.048. Þá varð Ytri-Rangá önnur áin til að fara yfir þúsund laxa og var vikuveiðin þar 136 laxar. Urriðafoss í Þjórsá er í þriðja sæti og er veiðin þar komin í 792 laxa. Vikuveiðin í Urriðafossi var sú sama og í Ytri-Rangá, eða 136 fiskar.
Miðfjarðará gaf 189 laxa nýliðna viku og er í fjórða sæti með 729 laxa. Miðfjarðará er að sækja í sig veðrið miðað við þessar tölur, sem Landssamband veiðifélaga birti á vef sínum, angling.is, í morgun.
Í fimmta sæti er Norðurá með vikuveiði upp á 63 laxa og heildartalan er 645 fiskar. Sjötta sætið skipar Haffjarðará með 566 laxa, næst kemur Þverá/Kjarrá með 538 laxa. Í níunda sæti er Selá í Vopnafirði með 482 laxa. Tíunda sætið hefur Langá með 425 veidda laxa. Þar skammt undan er Hofsá sem hefur verið að gefa góða veiði síðustu daga.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |