Fögur er hlíðin – full af laxi

Mikil veiði hefur verið í rangæskum ám að undanförnu.
Mikil veiði hefur verið í rangæskum ám að undanförnu. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Mikið hefur verið rætt um þá miklu veiði sem nú er í Eystri-Rangá. Hún er eins og flestir þekkja á sem byggir alfarið á seiðasleppingum. En það gerir systuráin Ytri-Rangá líka. Það er því ljóst að miklu skiptir hver uppruni seiðanna er og meðhöndlun þeirra.

Nú er það að gerast að Affallið, sem er fjögurra stanga á í Landeyjum er að gefa mjög góða veiði. Affallið var hástökkvari vikunnar í veiðitölum og skilaði áin tæplega 250 löxum í síðustu viku og er það mesta vikuveiði á landinu ef frá er talin þúsund laxa vikan í EystriRangá. Það er Landssamband veiðifélaga sem vikulega birtir veiðitölur á vef sínum angling.is og eru tölurnar fengnar þaðan. Affallið er komið í áttunda sæti yfir gjöfulustu laxveiðiárnar í sumar og fór upp fyrir mörg af stóru nöfnunum eins og Selá, Langá, Hofsá og fleiri. Líklegt er að hún klífi enn hærra í næstu tölum.

Guðmundur Atli Ásgeirsson með urriða úr Ytri-Rangá.
Guðmundur Atli Ásgeirsson með urriða úr Ytri-Rangá. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Atli Ásgeirsson er umsjónarmaður Affallsins og þetta kemur honum ekki á óvart. „Við slepptum sömu seiðum og gert var í Eystri-Rangá. Þetta voru mjög flott og sterk seiði og þau hafa greinilega komist vel frá vetrardvölinni í sjó,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Morgunblaðið.

Hann telur að Affallið eigi jafnvel inni metár, en mesta skráða veiði sem hægt er að sjá í Affallinu var árið 2010. Þá veiddist 1.021 lax en í fyrra var veiðin ekki nema 323 laxar. Affallið var síðasta miðvikudag komið í 516 laxa og mikið af fiski í ánni að sögn veiðimanna. Veitt er á flugu og maðk í ánni og þar er ekki sleppiskylda á laxi. Það er þó alla vega hvernig hin ýmsu holl bregðast við því. Þannig segir Guðmundur Atli að í síðustu viku hafi verið holl sem sleppti nánast öllum fiski.

Þá er ljóst að Þverá í Fljótshlíð er líka að fara að láta að sér kveða, en áin er komin yfir hundrað laxa, að sögn Guðmundar Atla sem einnig fóstrar hana. Það er ljóst að nóg verður að gera hjá Guðmundi Atla í sumar fram á haust því hann hefur yfirumsjón með septemberveiði í Eystri-Rangá og er að selja í allar þessar þrjár ár. Þverá er síðsumarsá og fer seinna af stað en nágrannar hennar.

Þegar Guðmundur Atli er beðinn um skýringar á þessari sérstöðu þessara þriggja áa í grennd við Fljótshlíðina telur hann að þar eigi mjög stóran þátt Einar Lúðvíksson, sem var framkvæmdastjóri veiðifélags Eystri-Rangár þar til í fyrra, og að hann hafi þróað aðferðir sem nýtast vel við sleppingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert