Margir hafa af því verulegar áhyggjur hversu lítið er gengið af sjóbleikju í bleikjuárnar fyrir norðan. Sú sem er hvað þekktust af þeim er Eyjafjarðará og þar hefur lítið gengið af bleikjunni enn sem komið er. Jón Gunnar Benjamínsson sem er stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár segir þetta áhyggjuefni. „Það sem er komið er allt mjög stór og flott bleikja en það vantar alveg minni fiskinn. Við höfum ekkert séð af þessum punds til þriggja punda bleikjum sem eiga að vera komnar á þessum tíma,“ sagði Jón Gunnar í samtali við Sporðaköst.
Hann segist ekki muna eftir sambærilegri stöðu áður fyrr. Fram undan er stækkandi straumur og þá standa vonir til þess að göngur aukist. Jón Gunnar segist hafa heyrt af góðu skoti, af sjóbleikju neðst í Fnjóská en að öðru leyti virðist sama staða í flestum ánum.
Þó gerast enn ævintýri í Eyjafjarðará og eitt slíkt átti sér stað í morgun. Jón Gunnar og frændi hans Benjamín Þorri Bergsson skruppu til veiða upp á fimmta svæði í Eyjafjarðará. Þar setti Benjamín í sína stærstu bleikju og landaði sjötíu sentimetra hæng. Þessi fiskur tók Krókinn númer 10. Benjamín er fjórtán ára gamall en með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Stærsta bleikjan hans fram til þessa var 69 sentimetrar en ekki eins þykk og sú í morgun. Hann var afskaplega kátur með morguninn, en þetta var eini fiskurinn á vaktinni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |