Þröstur afar hress með veiðina í sumar

Erlendur veiðimaður tekur hraustlega á stórlaxi í Stapanum í Jöklu. …
Erlendur veiðimaður tekur hraustlega á stórlaxi í Stapanum í Jöklu. Áin er nú komin yfir 400 laxa. Ljósmynd/Borgar Antonsson

Þröstur Elliðason sem á og rekur veiðifélagið Strengir er býsna kátur þessa dagana. Staðan er nú framar vonum eftir afar erfitt ár 2019. Í fyrra leit út fyrir gott ár í Jöklu og var veiðin stigvaxandi. Hins vegar þegar Hálslón fór á yfirfall í byrjun ágúst datt veiðin að mestu niður. Nú er öldin önnur þar eystra. Jökla er þegar búin að ná heildarveiði ársins 2019 og vel lítur út með Hálslón. Litlar líkur eru á að yfirfall hefjist þar fyrr en í lok mánaðar eða jafnvel byrjun september. Veiðin núna í Jöklu eru jöfn og góð og er hún að skila hátt í tuttugu löxum á dag.

Síðustu tvö ár hefur Jökla farið á yfirfall í byrjun …
Síðustu tvö ár hefur Jökla farið á yfirfall í byrjun ágúst. Nú er útlitið mun betra og allar líkur á að Jökla eigi eftir að gleðja veiðimenn út ágúst og jafnvel lengur. Ljósmynd/Nordine Fateh

„Já, þetta lítur bara vel út. Smálaxinn er að mæta í góðu magni í Jöklu en framan af veiðitíma var þetta nánast allt stórlax, en það er að breytast og verður gaman að sjá heildartöluna ef við náum að veiða allan ágúst,“ sagði Þröstur Elliðason í samtali við Sporðaköst.

Víst er að Jökla hefur ekki áður byrjað svona vel, þannig að óhætt er að taka orð undir Þrastar um að þar gætu komið spennandi tölur. Jökla er nú komin yfir 400 laxa.

Önnur á sem Strengir eru með á leigu er Hrútafjarðará. Þar hefur verið góður gangur síðustu daga. „Síðasta holl var með 27 laxa og ég heyrði í mönnum sem eru að veiða þar núna og voru komnir með tuttugu laxa eftir tvo daga.“

Breiðdalsá er þriðja laxveiðiáin sem Strengir leigja. Hún hefur lítið verið veidd til þessa. „Fyrsta hollið er að mæta eftir nokkra daga. „Það hafa bara verið Súddi og leiðsögumennirnir sem hafa skotist af og til. Samt er hún komin í einhverja sextíu laxa.“

Þröstur er afar sáttur með stöðuna eins og sumarið virðist vera að þróast. Og víst er að hann á inni skemmtilega hluti með Jöklu eftir að hafa tvö ár í röð misst hana á yfirfall í byrjun ágúst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert