„Eitthvað pínupínulítið“ að gefa lax

Ólafur Garðarsson með níutíu sentímetra dreka úr Klapparhyl á mikró …
Ólafur Garðarsson með níutíu sentímetra dreka úr Klapparhyl á mikró Snældu. Ljósmynd/Aðsend

Húseyjarkvísl er komin í 120 laxa það sem af er sumri. Veiðitíminn í kvíslinni er langur og hefst með sjóbirtingi snemma vors og endar á sömu nótum. Ólafur Garðarsson var með breskan veiðimann í leiðsögn fyrir norðan um verslunarmannahelgina. Aðeins var veitt á eina stöng í hollinu og setti sá breski í 22 laxa og landaði 12.

Sonur Ólafs, Garðar Leó er ungur og upprennandi veiðimaður. Hann …
Sonur Ólafs, Garðar Leó er ungur og upprennandi veiðimaður. Hann er hér með 61 sentimetra lax úr Gullhyl sem tók fluguna Bláma. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ofurlítið skrítin staða í henni. Það er mikið af laxi komið í Húseyjarkvíslina en maður þarf virkilega að hafa fyrir honum og beita hugmyndafluginu,“ sagði Ólafur Garðarsson í samtali við Sporðaköst.

Veiðibókin fyrir Húseyjarkvísl er inni á Anglingiq.com og þegar hún er skoðuð sést að stærsti laxinn í sumar er 95 sentímetrar og veiddist á Nýju brú, eða V6 eins og hann er merktur. 

Sunray Shadow og Rauð Frances-kónn eru sterkustu flugurnar, en nokkrir laxar upp á síðkastið hafa verið bókaðir á; „eitthvað pínupínulítið“.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert