Svona tilviljanir gerast bara í laxveiði

Þetta var fyrir þremur árum, þann 9. ágúst. Donna Warne …
Þetta var fyrir þremur árum, þann 9. ágúst. Donna Warne með 102 sentímetra hæng úr Krókshyl í Laxá á Ásum. Alli lyftir hængnum. Svo í gær gerðist skemmtilegur hlutur. Ljósmynd/CW

Tilviljanir í laxveiði geta verið merkilegar og jafnvel stórmerkilegar. Það er í það minnsta hægt að flokka fiskinn hans Chris Warne, sem hann veiddi í Laxá á Ásum í þann flokk. Chris var ásamt leiðsögumanninum sínum Jóni Aðalsteini Sæbjörnssyni, eða Alla eins og hann er kallaður, að veiða Krókhyl í gær. Flugan sem varð fyrir valinu var Green But númer 14.

Eftir nokkur köst tók stærðar fiskur hjá Chris. Eftir langa baráttu landaði hann ásamt Alla leiðsögumanni 102 sentímetra hrygnu, sem er stærsti lax sumarsins úr Ásunum til þessa.

Það sem gerir þessa viðureign enn merkilegri er sú staðreynd að eiginkona Chris var með honum þegar hann veiddi hrygnuna.

Chris Warne með hrygnuna sem hann veiddi í gær í …
Chris Warne með hrygnuna sem hann veiddi í gær í sama hyl og frúin fyrir þremur árum. Þetta er hrygna sem mældist 102 sentímetrar og tók í Krókshyl. Auðvitað var sami leiðsögumaður. Hann Alli. Ljósmynd/JAS

Fyrir þremur árum, þann 9. ágúst voru þau hjónin einmitt stödd í Krókhyl með Alla leiðsögumanni. Donna Warne setti þá undir litla Sunray og viti menn, bolta fiskur negldi fluguna fljótlega. Eftir snarpa viðureign var landað 102 sentímetra hæng.

Þau hjónin hafa sem sagt bæði landað laxi af gagnstæðu kyni, sem mældist 102 sentímetrar og það í sama hyl, með þriggja ára millibili, næstum upp á dag. Alli leiðsögumaður var afar ánægður fyrir hönd þeirra hjóna og minnist ekki slíkrar tilviljunar í laxveiði áður og er hann maður sem hefur séð allt í þessum geira. Alli var leiðsögumaður þeirra í bæði skiptin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert