Flugbeittur þríkrókur millimetra fra auga

Útvarpsmaðurinn sem vekur okkur á morgnana á K100 er hér …
Útvarpsmaðurinn sem vekur okkur á morgnana á K100 er hér úr leik, en bara tímabundið. Ljósmynd/María

Útvarpsmaðurinn geðþekki og fluguveiðimaðurinn Jón Axel Ólafsson komst í hann krappan í veiðiferð í morgun. Hann var staddur ásamt eiginkonu sinni í Eystri Rangá. Snörp vindhviða greip þunga Snælduna hjá Jóni Axel og endaði hún í andlitinu á honum - einungis örfáa millimetra frá auganu.

Læknisaðstoð var veitt á Hellu. Þríkrókurinn náðist úr og augað …
Læknisaðstoð var veitt á Hellu. Þríkrókurinn náðist úr og augað slapp. Ljósmynd/Aðsend

Svo fast sat flugbeittur þríkrókurinn í holdinu að aka þurfti með útvarpsmanninn á heilsugæslustöðina á Hellu og þar var flugan tekin úr honum af lækni. 

María Johnson sá um veiðiskapinn á meðan á þessu stóð. …
María Johnson sá um veiðiskapinn á meðan á þessu stóð. Hún landaði fjórum í morgun. Ljósmynd/Aðsend

„Mér dauðbrá náttúrulega en allt fór þetta vel.  Sem betur fer var ég með gleraugu. Þetta hefði getað farið mun verr ef ég hefði ekki verið þau,“ sagði Jón Axel í samtali við Sporðaköst.

Á meðan að Jón Axel var á skurðarborðinu gerði María Johnson sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert