Eyjafjarðará árið 2002 - Myndband

Hér birtum við síðari hluta myndarinnar Silungur á Íslandi. Þar er farið til veiða í Eyjafjarðará með Gylfa Kristjánssyni, sem lést um aldur fram, nokkrum árum eftir að myndin var tekin. Hann er höfundur Króksins og Mýslunnar svo einhverjar flugur eftir hann séu nefndar.

Myndin kom einungis út á VHS og var ekki sýnd í sjónvarpi. Hún er eins og menn átta sig á barn síns tíma.

Þegar þessi mynd var tekin upp var Eyjafjarðará í essinu sínu og mikið magn af bleikju á öllum svæðum.

Friðrik Guðmundsson annaðist myndatöku og klippingu og Eggert Skúlason er umsjónarmaður.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert