Magnaður maríulax í Ytri Rangá

Sævar með maríulaxinn af Rangárflúðum. Mældist 91 sentímetri. Eins og …
Sævar með maríulaxinn af Rangárflúðum. Mældist 91 sentímetri. Eins og sjá má er veiðimaðurinn býsna sáttur. Ljósmynd/Aðsend

Sævar Karl Svansson fór í sinn fyrsta veiðitúr í vikunni. Fyrir valinu varð Ytri Rangá með pabba, honum Svani Karli Grjetarssyni. Sævar sem er 21 árs fór á Rangárflúðir. Hann var að kasta tvíhendu í fyrsta skipti og flugan sem varð fyrir valinu var hitch, neon græn plast túpa. Sævar sá algerlega einn um þetta allt. Kastaði sjálfur og eftir nokkur köst stökk lax á hitchið, ofarlega á Flúðunum.

Svakalegur hængur til að byrja ferilinn á.
Svakalegur hængur til að byrja ferilinn á. Ljósmynd/Aðsend

Svanur Karl viðurkenndi í samtali við Sporðaköst að pabba hjartað hefði slegið örar og óvíst væri hvor hefði verið spenntari. „Hann gerði þetta mjög flott. Spilaði fiskinn í einhverjar tuttugu mínútur og landaði honum einn. Fjöldi veiðimanna fylgdist með úr veiðihúsinu og setti það smá pressu á karlinn,“ brosti Svanur. 

Og þetta er flugan - hitchið sem hann tók, maríulaxinn.
Og þetta er flugan - hitchið sem hann tók, maríulaxinn. Ljósmynd/Aðsend

Þetta var enginn smá maríulax, mældist 91 sentímetri og vigtaði sextán pund. Þar sem þetta var maríulax gerði Jóhannes Hinriksson staðarhaldari undantekningu og fékk ungi veiðimaðurinn að bíta veiðiuggann og taka fiskinn heim með sér.

Samkvæmt því sem Svanur upplifði þá er Sævar sonur hans þegar farinn að skipuleggja næsta veiðitúr. Það er glæsilegt, því mikilvægt er að endurnýjun verði í veiðimönnum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert