Fjórtán ára landaði risaurriða

Adam með risaurriðan sem hann landaði í dag. Hann er …
Adam með risaurriðan sem hann landaði í dag. Hann er sonur Cezary Fijalkowski og ljóst að hér er framtíðar veiðimaður á ferðinni. Hann er fjórtán ára og landaði maríulaxinum í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Adam Fijalkowski, fjórtán ára gamall var að kasta lítilli púpu fyrir bleikjur í Þingvallavatni með pabba sínum fyrr i dag. Pabbi hans Cezary Fijalkowski hafði skroppið í bílinn að sækja eitthvað þegar Adam kallaði: „Pabbi, ég er með fisk og hann er frekar stór.“

Cezary hljóp til að hjálpa honum og sá fljótlega að þetta var ekki bara stór fiskur heldur MJÖG stór fiskur. Adam slóst lengi við þennan risavaxna urriða sem hafði tekið litla púpu.

Þegar hann kom loksins í land var hann mældur 99 sentímetrar. Hann vigtaði 24 pund í háfnum áður en honum var sleppt.

Cezary, pabbi Adams hefur fengið stærri fisk árið 2016 og var sá 103 sentímetrar. En það er ljóst að í þessu tilviki fellur eplið ekki langt frá eikinni. Adam fékk maríulaxinn í sumar og svo kemur þessi mikli dráttur. Fiskurinn var það langur að Adam átti í erfiðleikum með að lyfta honum fyrir myndavélina. En engu að síður er það glaður drengur sem heldur á met fiski í fjöruborði Þingvallavatns á myndinni. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert