Haraldur hárfagri með maríulax á Íslandi

Hálfdán svarti, eða Jasper Paakkonen kastar fyrir lax í morgun.
Hálfdán svarti, eða Jasper Paakkonen kastar fyrir lax í morgun. Ljósmynd/Friðrik Þór Halldórsson

Finnski leikarinn Peter Franzen hefur leikið Harald hárfagra Noregskonung í vinsælu Netflix seríunum The Vikings. Nú er Peter staddur á Íslandi við laxveiðar í Miðfjarðará. Hann setti í og landaði sínum fyrsta laxi skömmu fyrir hádegi. Það var 67 sentímetra fiskur sem tók fluguna Haug númer átján. 

„Þetta var algerlega fáránlega magnað,“ sagði leikarinn í samtali við Sporðaköst. „Ég er aldrei að fara aftur að veiða geddu. Nú er það bara lax,“ sagði Haraldur hárfagri eftir að laxinum hafði verið landað, myndað og sleppt.

Leiðsögumaður Peters er Gary Champion og má segja að hann hafi staðið undir eftirnafninu.

Peter Franzen eða Haraldur hárfagri úr Vikingsþáttunum með maríulaxinn sinn. …
Peter Franzen eða Haraldur hárfagri úr Vikingsþáttunum með maríulaxinn sinn. Honum við hlið er Jasper Paakkonen sem lék bróðir hans, Hálfdán svarta. Ljósmynd/Friðrik Þór Halldórsson

Veiðifélagi Peters er Jasper Paakkonen sem einnig er finnskur leikari og lék líka í The Vikings. Jasper lék bróðir Haralds hárfagra eða Hálfdán svarta. Þeir eru miklir félagar leikararnir og skemmtu þeir sé vel þegar Sporðaköst kíktu á þá á bakkanum.

Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti sem Haraldur hárfagri kemur til Íslands og má segja að tími hafa verið kominn til. Haft er fyrir satt að einmitt hinn raunverulegi Haraldur fyrsti Noregskonungur og valdabrölt hans hafi leitt til þess að Ísland byggðist. Var ekki annað að heyra á konungnum að honum þykir vel hafa til tekist.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert