Mjög svo ólík myndefni hafa ratað til okkar í veiðimyndasamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Benedikt Geir Jóhannesson sendi inn skemmtilega mynd sem hann tók í Reykjadalsá í Borgarafirði í síðasta mánuði. Þar má sjá laxapar sem hefur komið sér þægilega fyrir og er engu líkara en þau séu búin að velja sér hrygningarmölina fyrir haustið.
Hér birtum við svo aðra mynd af allt öðrum toga. Myndasmiður er Júlíus Elliðason og er þessi tekin í Fögruhlíðarós fyrir austan, rétt eftir löndun á fallegri bleikju. Myndin er tekin með tímastillingu.
Í sumar veitum við verðlaun fyrir fjóra flokka mynda. Þeir eru eftirfarandi. Ungir veiðimenn, Veiðikonur, Stórir fiskar og loks Veiðimynd ársins.
Vegleg verðlaun verða veitt í hverjum flokki:
Ungir veiðimenn - Redington krakka fluguveiðipakki. Veiðikonur – Simms G3 Guide dömu Gore-tex veiðijakki. Stórir fiskar – Mclean háfur með innbyggðri vigt. Veiðimynd ársins – Sage Igniter einhenda
Allar myndir sem sendar eru inn til þátttöku er gjaldgengar og mun dómnefnd skipuð reynsluboltum, bæði í veiði og ljósmyndun fara yfir og meta hvern flokk fyrir sig.
Þær myndir sem sendar eru inn er heimillt að birta í árlegu riti Veiðihornsins, Veiði 2021 og/eða öðrum auglýsingum Veiðihornsins Með því að senda inn mynd samþykkir ljósmyndari slíka notkun á myndinni.
Senda skal myndirnar í góðri upplausn á netfangið eggertskula@mbl.is Greina skal frá hvar myndin er tekin og hvað var að gerast. Þá er nauðsynlegt að fá nöfn þeirra sem eru á myndinni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýtur verðlaunin ef vel tekst til.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |