Fimm maríulaxar í kvennaholli í Svartá

Kátt kvennaholl í Svartá, sem landaði ellefu löxum. Þar af …
Kátt kvennaholl í Svartá, sem landaði ellefu löxum. Þar af voru fimm maríulaxar. Berglind, Kristjana, María, Margrét, Hanna Stína, Guðbjörg,Inga Birna, Kristín, Gréta, Dagbjört. Fyrir framan eru svo Sesselja og Herdís. Ljósmynd/Aðsend

Veiðikonurnar sem voru í tveggja daga holli í Svartá gerðu góða ferð. Samtals var ellefu löxum landað og þar af voru hvorki fleiri né færri en fimm maríulaxar. Þá missti kvennahollið þó nokkra laxa. 

Sérstaka athygli vekur að enginn þessara laxa veiddist í ármótum, heldur voru þeir allir veiddir ofar í ánni.

Svartá er nú komin yfir hundrað laxa og er það mikill viðsnúningur frá því í fyrra, þegar einungis veiddust 57 laxar allt árið.

Svartá er að njóta góðs af breyttum veiðireglum í Blöndu, en Svartá rennur einmitt í hana. Eftir að maðkur var bannaður í Blöndu og sett sleppiskylda og kvóti þá hafa ríflega þúsund laxar gengið upp fyrir teljara í Blöndu. Eitthvað af því er Svartárlax eins og gefur að skilja.

Hvorki fleiri né færri en fimm maríulaxar komu í þessu …
Hvorki fleiri né færri en fimm maríulaxar komu í þessu tveggja daga holli. Það er vel gert. Ljósmynd/Aðsend

Unnendur Svartár glöddust enda margir þegar breytingin var gerð. Veiði í ánni hefur sveiflast mikið. Minnst var árið 1977 þegar veiddust 46 laxar en hæst fór þessi þriggja stanga laxveiðiá í 619 laxa árið 1988.

En það var glaður hópur kvenna sem kvaddi Svartá eftir 2ja daga veiði með ellefu laxa bókaða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert