Síðasta vika stangaveiðitímans er runnin upp í Veiðivötnum á Landmannaafrétti. Eftir 21. ágúst hefst netaveiði og er raunar enn veitt á stöng samhliða því fram í miðjan september. Tölur yfir veiðina í síðustu viku sýna að veiðin er fremur róleg en þó betri en í sömu viku í fyrra.
Alls veiddust 1004 fiskar, í áttundu vikunni. Þar af voru 242 bleikjur og 762 urriðar. Alls hafa veiðst 16658 fiskar í Veiðivötnum í sumar.
Flestir fiskar hafa komið á land í Snjóölduvatni. Þar hafa veiðst 5257 fiskar.
Á heimasíðu Veiðivatna segir að veiði í Litlasjó sé að glæðast aftur og að sumir dagar hafi verið mjög líflegir í ágúst. Í Litlasjó fengust 460 fiskar í vikunni og eru 2685 fiskar komir þar á land í sumar.
„Meðalþyngd afla í Litlasjó er 2,33 pund. Mikið virðist vera af 3 punda fiski en mun stærri fiskar eru innan um. Besta meðalþyngd afla er í Arnarpolli, 2,76 pund og í Grænavatni, 2,39 pd. Þyngsti fiskurinn sumarsins er 13.56 punda urriði úr Grænavatni.
Fært er að skarðinu við Skyggnisvatn en þaðan þarf að ganga niður að vatninu.
Rannsókn fiskifræðinga í lok júlí bendir til þess að ástand fiskistofna í Litlasjó, Grænavatni og í Stóra Fossvatni sé mjög gott, nóg af fiski og í mjög góðu ástandi, en það er kúnst að fá hann á færið,“
Segir í frétt á síðu Veiðivatna. Ljóst er að sumarið er slakt meðal sumar og sérstaklega lítur út fyrir að byrjun veiðitímans hafi verið dræm þegar samanburðartölur milli ára eru skoðaðar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |