Fremur rólegt sumar í Veiðivötnum

Falleg bleikja úr ónefndu vatni. 242 bleikjur veiddust í Veiðivötnum …
Falleg bleikja úr ónefndu vatni. 242 bleikjur veiddust í Veiðivötnum í síðustu viku. Ljósmynd/BG

Síðasta vika stangaveiðitímans er runnin upp í Veiðivötnum á Landmannaafrétti. Eftir 21. ágúst hefst netaveiði og er raunar enn veitt á stöng samhliða því fram í miðjan september. Tölur yfir veiðina í síðustu viku sýna að veiðin er fremur róleg en þó betri en í sömu viku í fyrra.

Alls veiddust 1004 fiskar, í áttundu vikunni. Þar af voru 242 bleikjur og 762 urriðar. Alls hafa veiðst 16658 fiskar í Veiðivötnum í sumar.
Flestir fiskar hafa komið á land í Snjóölduvatni. Þar hafa veiðst 5257 fiskar.

Á heimasíðu Veiðivatna segir að veiði í Litlasjó sé að glæðast aftur og að sumir dagar hafi verið mjög líflegir í ágúst. Í Litlasjó fengust 460 fiskar í vikunni og eru 2685 fiskar komir þar á land í sumar.

Bolta urriði úr Veiðivötnum.
Bolta urriði úr Veiðivötnum. www.fishingiceland.com



„Meðalþyngd afla í Litlasjó er 2,33 pund. Mikið virðist vera af 3 punda fiski en mun stærri fiskar eru innan um. Besta meðalþyngd afla er í Arnarpolli, 2,76 pund og í Grænavatni, 2,39 pd. Þyngsti fiskurinn sumarsins er 13.56 punda urriði úr Grænavatni.
Fært er að skarðinu við Skyggnisvatn en þaðan þarf að ganga niður að vatninu.
Rannsókn fiskifræðinga í lok júlí bendir til þess að ástand fiskistofna í Litlasjó, Grænavatni og í Stóra Fossvatni sé mjög gott, nóg af fiski og í mjög góðu ástandi, en það er kúnst að fá hann á færið,“

Segir í frétt á síðu Veiðivatna. Ljóst er að sumarið er slakt meðal sumar og sérstaklega lítur út fyrir að byrjun veiðitímans hafi verið dræm þegar samanburðartölur milli ára eru skoðaðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert