Norðurlandið og ekki síst Austurhluti þess hefur verið plagað af hita, roki og sól síðustu daga. Þannig lenti hópur í Sandá í Þistilfirði i erfiðum skilyrðum í síðasta holli. Þar voru reyndar á ferð hörkuveiðimenn með Ingólf Davíð Sigurðsson í broddi fylkingar.
Hann sagði í samtali við Sporðaköst að útlitið fyrir Sandá væri þannig að þetta yrði „gott meðal ár,“ hins vegar sagði Ingólfur að þau hefðu lent í mjög erfiðum aðstæðum. „Þetta voru tuttugu plús gráður upp á dag og heiðskýrt. Sandá var orðin svo vatnslítil að ég hef aldrei séð hana svona litla. Þetta voru afar krefjandi aðstæður en við náðum sextán löxum þegar upp var staðið. Veiðin var krefjandi og mikil áskorun sem er skemmtilegt að fást við og verðlaunin voru góð þegar hann gaf sig," sagði Ingólfur Davíð í samtali við Sporðaköst.
Ekki liggja fyrir heildartölur úr Sandá og erfitt hefur verið að fá upplýsingar um tölur þaðan á miðju sumri.
Þetta er síðasta ár Þistlanna sem hafa haft Sandá á leigu áratugum saman. Næsta ár mun SVFR, eða Stangaveiðifélag Reykjavíkur taka ána á leigu og bíða margir spenntir eftir að komast í þessa perlu í Þistilfirði.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |