Ágætt líf í Leirársveit

Jón Kristinn með fallegan smálax úr Laxá.
Jón Kristinn með fallegan smálax úr Laxá. Ljósmynd/Aðsend

Ágætt líf er nú í Laxá í Leirársveit. Veiðimenn sem voru þar í gær nutu lífsins og sögðu mikið af fiski í ánni. Einn af þeim sem var við veiðar í Leirársveit í gær er Jón Kristinn Jónsson og Sproðaköst náðu tali af honum. „Það er bara mikið af fiski í ánni og við höfum orðið varir við fiska víðast hvar. Erum búnir að landa fjórum á vaktinni og missa þrjá,“ sagði Jón Kristinn í samtali við Sporðaköst.

Laxá í Leirársveit er að gera betri hluti en síðustu …
Laxá í Leirársveit er að gera betri hluti en síðustu ár. Ljósmynd/Aðsend

Deginum áður hafði vaktin skilað þremur löxum og menn voru mjög sáttir við stöðuna í ánni, sem hefur átt undir högg að sækja. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart. Við áttum ekki von á miklu en það var fiskur um allt, “ saðgi Jón Kristinn í samtali við Sporðaköst.

Laxá í Leirársveit er komin í 330 laxa og er að verða komin í heildartöluna í fyrra. Það er útlit fyrir að þetta geti orðið hennar besta ár í nokkurn tíma.

Laxá skilaði ríflega 60 löxum síðustu viku á sex stangir. það er betra en í mörgum ám. Samtals er hún komin í 330 laxa síðasta miðvikudag, samkvæmt angling.is sem er vefur Landssambands Veiðifélaga þar sem vikuilegar veiðitölur birtast á fimmtudögum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert