Ragga með maríulaxinn á bomber

Ragga með maríulaxinn sinn. Henni til halds og trausts var …
Ragga með maríulaxinn sinn. Henni til halds og trausts var leiðsögumaðurinn Gary Champion. Þessi lax veiddist í Skiphyl í Austurá í Miðfirði. Ljósmynd/FÞH

Leikkonan og sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir veiddi maríulaxinn sinn í Miðfjarðará í gær. Hún er ein af stærstu stjörnunum í hinni vinsælu Netflixseríu The Vikings. Ragga eins og hún er kölluð var við veiðar ásamt nokkrum af samleikurum sínum í sjónvarpsseríunni.

Bomberinn sem Ragga veiddi maríulaxinn á.
Bomberinn sem Ragga veiddi maríulaxinn á. Ljósmynd/FÞH

Hún hefur ekki áður kastað fyrir lax en með dyggri aðstoð leiðsögumannsins Gary Champion setti hún í og landaði 64 sentímetra laxi.

Ragga fékk fiskinn á bomber sem eru stórar flugur sem fljóta á yfirborðinu og var takan því bæði mjög sýnileg og getur verið ofsafengin.

„Þetta var hrikalega skemmtilegt,“ sagði Ragga í samtali við Sporðaköst eftir að hafa landað maríulaxinum. „Auðvitað var ég stressuð og spennt en ég held að ég sé komin með veiðidellu,“ hló leikkonan.

Alsæl leikkona með maríulaxinn sinn.
Alsæl leikkona með maríulaxinn sinn. Ljósmynd/FÞH

Síðasti hluti The Vikings, eða tíu þættir eru enn óbirtir og býst Ragga við að þeir þættir fari í sýningu seint á þessu ári. Hún leikur stórt hlutverk í þáttunum sem Gunnhildur.

„Það var svakalega gaman að hitta þá Peter og Jasper, sem báðir léku með mér í þáttunum.“ Ragga má ekki tjá sig um innihald þeirra þátta sem eftir er að birta. Hún brosir bara þegar hún er spurð hvort hún verði í öllum síðustu tíu þáttunum.

Bomber flugur hafa verið að gefa ágætlega í Miðfirðinum síðustu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert