Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár sendi frá yfirlýsingu á facebook nú skömmu fyrir hádegi. Hann gagnrýnir harkalega þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að herða reglur fyrir erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Rafn er vægast sagt ósáttur og segir þessa ákvörðun óskiljanlega. „Í raun líður mér eins og ég hafi alveg verið að klára maraþonhlaup og svo hafi einhver vitleysingur komið og sparkað mig niður 500 metra frá endamarki,“ skrifar Rafn sem oftast er kallaður Rabbi.
Hann segir ótta lélegra stjórnmálamanna við að gera mistök farin að verða dýr. Hann nefnir að í hans litla fyrirtæki sé fyrirsjáanlegt tekjutap upp á tuttugu milljónir króna. Ríflega fimmtíu stangir hafi verið afbókaðar af erlendum veiðimönnum eftir að tilkynnt var um hertar reglur á landamærunum. Hann bendir á að þetta hafi líka í för með sér tekjumissi fyrir leiðsögumenn, matreiðslumenn, starfsfólk í veiðihúsinu og þá eru ekki taldar afleiddar tekjur fyrir bílstjóra, hótel, Icelandair og fleiri og fleiri.
Rabbi klikkir út með þessum orðum. „Þessi ríkisstjórn er galin og ákvörðunin er tekin af fólki sem fær útborgað hvort sem hingað koma ferðamenn eða ekki, hvort sem veiðist loðna eða ekki, sama hvað gerist þá borgum við launin þeirra. Þetta lið er líka með ein bestu lífeyrisréttindi sem þekkist í þessari veröld og við borgum.“
Hann merki færsluna með myllumerkinu við getum ekki öll verið ríkisstarfsmenn og myllumerkinu við getum ekki öll verið á bótum.
Ýmsir hafa tekið undir færsluna hjá Rabba, þar á meðal nokkrir leiðsögumenn og Jón Þór Júlíusson sem einnig rekur fyrirtæki sem flytur inn erlenda veiðimenn. Hann segist taka undir hvert orð í færslunni.
Hér að neðan má lesa færsluna í heild sinni.
„Ótrúlega vond tilfinning að þurfa að afbóka 52 stangir af erlendum veiðimönnum það sem eftir lifir tímabils í Miðfjarðará útaf óskiljanlegri ákvörðun misvitrar ríkisstjórnar. Í raun líður mér eins og ég hafi alveg verið að klára maraþonhlaup og svo hafi einhver vitleysingur komið og sparkað mig niður 500 metra frá endamarki..
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |