Einn maður með 20% af veiði í Dölum

Arnór með einn af þeim 85 löxum sem hann hefur …
Arnór með einn af þeim 85 löxum sem hann hefur landað í Laxá í Dölum í sumar. Þessi fiskur mældist 101 sentímetri. Ljósmynd/AÍG

Arnór Ísfjörð Guðmundsson hefur landað 85 löxum í Laxá í Dölum í sumar. Heildarveiðin er samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga 386 laxar. Það lætur nærri að Arnór sé með fjórðung af allri veiðinni í Dölunum í sumar.

„Já, þetta passar. Ég er að vonast til að ná þeim fimmtán sem mig vantar í hundraðið,“ sagði kátur veiðimaður í samtali við Sporðaköst. „Ég ligg á bæn og vona að eitthvað losni, að einhverjir hætti við svo ég geti náð þessu markmiði. Auðvitað er þetta heppni en kannski er veiðigyðjan að bæta mér upp að ég missti af veiðitúr til Alaska og Noregs út af Covid.“

Fjörutíu af þessum löxum sem Arnór hefur veitt hafa tekið lítinn Sunray Shadow með kón. Tuttugu hafa komið á Green But-míkrókón. Þá hafa tólf tekið Collie Dog-míkrókón og rest er á Hairy Mary númer 14 og Rauða Frances.

Eins og lesendur Sporðakasta væntanlega muna hefur Arnór landað tveimur hundraðköllum úr Dölunum og var það í sitthvoru hollinu en samt á sömu blaðsíðu í veiðibókinni.

„Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar og ég var að leika mér að tölum. Tvisvar sinnum hundraðkall og hundrað laxar. Það gerir samtals þrjú hundruð og það er nýja póstnúmerið mitt,“ hló Arnór.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert