Af og til berast Sporðaköstum veiðisögur frá fólki. Hér er ein slík sem Pétur G. Broddason sendi okkur. Hann fór til veiða í Jöklu II ásamt dóttur sinni og gerðu þau frábæra veiði. Hér fylgir sagan.
„Ég fór þangað í gær, 18.ágúst, ásamt dóttur minni, Auði Kristínu Pétursdóttur. Við feðginin hófum veiði klukkan 8 og veiddum til klukkan 13. Á þessum tíma settum við í tólf laxa og lönduðum átta. Jökla 2 er gríðarlega skemmtilegt, fallegt og krefjandi veiðisvæði með flottum hyljum og breiðum. Þröstur Elliða er svo sannarlega að gera flotta hluti í Jöklunni.
Auður Kristín fekk sinn fyrsta lax á flugu í Jöklu og bætti um betur og tók þrjá til viðbótar. Við lönduðum löxum frá 60 til 84 sentímetrar að lengd. Mikið af fiski var á svæðinu. Þegar stangir voru komnar saman, hjól og taumar á, bað ég Auði um að velja sér flugu úr fluguboxunum. Veiðimaðurinn verður jú að hafa trú á agninu sjálfur. Auður valdi sér fluguna Bóbó nr 14, sem Hilmar Hansson hnýtti. Hver hefði getað ímyndað sér að veiðimenn ættu eftir að hitcha og veiða á flugur af stærðinni 14 í Jökulsá á Dal? Bóbó er nú upphalds fluga Auðar, og jökla uppáhaldsáin. Ég læt fylgja með nokkrar myndir úr veiðiferðinni."
Þau feðgin lentu í veislu eins og aðrir veiðimenn sem voru í Jöklu enda var landað 35 löxum í Jöklu, Þetta var metdagur í ánni að sögn facebooksíðu Veiðiþjónustunnar Strengja sem eru með Jöklu á leigu. Nú styttist í yfirfall í Jöklu en hver dagur telur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |