Gæsaveiðin hefst á morgun

Gæsaveiðitímabilið hefst í fyrramálið.
Gæsaveiðitímabilið hefst í fyrramálið. Morgunblaðið/Ómar

Gæsaveiðitímabilið hefst á morgun, hinn 20. ágúst. Mörgum skotveiðimanninum finnst það hin formlega opnun á skotveiðitímabilinu þó svo að hreindýraveiðar séu hafnar fyrir nokkru og standi nú sem hæst.

Flestir veiðimenn sem byrja snemma tímabils hefja veiðar á hálendinu eða á heiðum uppi og eru þá oftar en ekki að eltast við heiðagæsina. Þegar kólnar og gæsin fer að sækja í korn og ræktað land færist veiðin yfir í fyrirsát og þá er grágæsin víða alls ráðandi.

Veiðimenn ættu að hafa í huga að vera alltaf með á sér veiðikort og byssuleyfi svo hægt sé að sýna þessi skilríki á veiðislóð.

Mjög hefur fjölgað síðustu ár í heiðagæsastofninum, hins vegar benda tölur frá Bretlandi til þess að grágæsastofninn hafi heldur gefið eftir í ár. Talningarverkefni þar í landi bendir til þess að henni hafi fækkað milli ára.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert