Haustbragur á veiðitölunum

Glæsilegur hængur úr Eystri-Rangá. Áin er í fluggír og er …
Glæsilegur hængur úr Eystri-Rangá. Áin er í fluggír og er komin yfir fimm þúsund laxa. Árni Baldursson

Það má segja að nokkur haustbragur sé að færast yfir vikulegar veiðitölur. Verulega er farið að hægjast í þeim ám sem opnuðu snemma og eru nú á síðustu metrum veiðisumarsins á meðan að síðsumar árnar eru enn í góðum gír.

Eins og áður í sumar er Eystri Rangá búin að vera í fluggír og er komin vel yfir fimm þúsund laxa. Hún er efst og var búið að bóka 5321 lax þar í gærkvöldi.

Ytri Rangá er í öðru sæti með 1699 laxa, samkvæmt vef Landssambands Veiðifélaga, angling.is.

Í þriðja sæti er svo Miðfjarðará sem er komin yfir 1200 laxa og var vikuveiðin þar áttatíu fiskar. 

Í fjórða sæti og jafnframt fjórða áin sem fer yfir þúsund laxa í sumar, er Affallið og var vikuveiðin þar tæplega tvö hundruð laxar.

Urriðafoss í Þjórsá er dottinn niður í fimmta sæti með 943 laxa.

Selá í Vopnafirði er komin í 869 laxa.

Í sjöunda sæti er Haffjarðará með 855 laxa og vikuveiði upp á hundrað laxa.

Norðurá er áttunda sæti með 788 laxa og skammt undan eru Þverá/Kjarrá með 771 lax.

Í tíunda sæti er svo Hofsá með 752 laxa og vikuveiði um 120 fiska.

Líklegt er að Borgarfjarðarárnar eigi eftir að falla niður listann á kostnað síðsumars svæðanna. Þá er líklegt að Affallið sé að hækka sig og gæti endað í öðru sæti. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert