Maðkaopnun hófst í Eystri Rangá í gær. Dagurinn skilaði veiði upp á 260 laxa. Þar af komu 201 á land seinnipartinn. Þetta eru í raun ótrúlegar tölur og má til að setja þetta í samhengi geta þess að heildarveiði í Vatnsdalsá í sumar er 251 lax.
Það stefnir í met ár hjá Eystri Rangá og að áin fari í sjö til átta þúsund laxa, jafnvel meira.
Síðustu tölur vikutölur úr Eystri Rangá hljóðuðu upp á 5321. Mesta veiði í Eystri Rangá er tæplega 7500 laxar árið 2007. Afar líklegt er að það met falli í sumar.
Affallið og Þverá í Fljótshlíð eru líka fullar af laxi eftir vel heppnaðar seiðasleppingar í fyrra. Rólegri gangur er í Ytri Rangá.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |