Sá stærsti úr Laxá á Ásum í ár

Jón Þór með hænginn tröllvaxna úr Langhyl. Þetta er stærsti …
Jón Þór með hænginn tröllvaxna úr Langhyl. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Ásunum í sumar. Hann mældist 103 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Ótrúlegur höfðingi veiddist í dag í Langhyl í Laxá á Ásum í dag. Þetta var kolleginn hængur sem tók Svarta Frances kón. Jón Þór Einarsson slóst við þennan magnaða hæng í tæpa klukkustund.

Þetta er annar hundraðkallinn sem veiðist í Ásunum í sumar. Raunar segir Sturla Birgisson að enn stærri fiskur hafi verið að sýna sig í Langhyl í sumar.

Fyrri hundraðkallinn veiddist 6. ágúst og var þar að verki Chris Warne og tók sá fiskur Green But númer 14. Voru sagðar fréttir af þeirri veiði. Töluvert hefur veiðst af löxum sem eru rétt undir 100 sentímetrunum í Ásunum í sumar.

Laxinn sem Jón Þór landaði eftir þessa löngu viðureign mældist hvorki meira né minna en 103 sentímetrar og er þar með einn af stærstu löxunum sem hafa veiðst á Íslandi í sumar.

Nú styttist í svokallaðan krókódílatíma þegar þegar stóru hængarnir verða árásargjarnari og eiga til að taka flugur. Þetta eru fiskar sem gengu jafnvel snemma en hafa legið límdir við botninn. Þegar nálgast hrygningu verða þeir grimmir og slást við allt og alla og þá geta þeir tekið flugur veiðimanna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert