Butlerinn í stórlaxastuði

Jóhann Gunnar Arnarson með hænginn stóra úr Sniðahyl í Hofsá. …
Jóhann Gunnar Arnarson með hænginn stóra úr Sniðahyl í Hofsá. Með honum er Hörður Vilberg. Ljósmynd/Aðsend

Butlerinn, eða Jóhann Gunnar Arnarsson hefur heldur betur verið í stórlaxastuði í Vopnafirðinum í sumar. Fyrir nokkru veiddi hann stærsta lax sumarsins í Selá sem mældist 101 sentimetri. Hann er nú staddur í Hofsá og fékk í gær 99 sentimetra lax í Sniðahyl neðri, á Svartan Frances-kón. Á morgunvaktinni landaði hann svo 97 sentimetra hæng úr Klapparhyl. Sá tók Rauðan Frances hexacon.

Þennan fékk hann svo í morgun í Klapparhyl og mældist …
Þennan fékk hann svo í morgun í Klapparhyl og mældist hann 97 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Stefán Þórarinsson landaði einnig 97 sentimetra hæng úr Klapparhyl í gærkvöldi, sá tók Collie Dog númer 14.

Butlerinn sér um rekstur veiðihúsanna í Vopnafirði, bæði Selá og Hofsá. Hann er nú búinn að jafna stærsta laxinn í Hofsá og hefur veitt þann stærsta í Selá.

Jóhann er meistaramatreiðslumaður og hefur rekið veiðihúsin af stakri snilld. Nú er spurning hvort hann leggur pönnuna á hilluna og einbeitir sér eingöngu að laxveiðinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert