„Að detta í sitt gamla góða far“

Silfurbjartur nýrenningur tók smáflugu Þorsteins Joð í Þvottalækjarhyl í Hofsá …
Silfurbjartur nýrenningur tók smáflugu Þorsteins Joð í Þvottalækjarhyl í Hofsá kvöld eitt á dögunum. Meðalveiði í ánni er mjög góð í sumar. mbl.is/Einar Falur

Það hef­ur verið önn­ur og mun betri staða í Hofsá en und­an­far­in ár. Það er meira af fiski og smá­lax­inn er að skila sér í meira mæli en á síðustu árum, enda veiðist mjög vel,“ seg­ir Jón Magnús Sig­urðar­son bóndi á Ein­ars­stöðum og formaður Veiðifé­lags Hofs­ár.

Hann er jafn­framt leiðsögumaður við ána og fylg­ist því grannt með veiðinni og veiðimönn­un­um sem hafa verið held­ur bet­ur lukku­leg­ir á bökk­um Hofs­ár í sum­ar. Enda hef­ur meðal­veiði tveggja síðustu vikna verið um tveir og hálf­ur lax á stöng á dag sem er með því allra besta í laxveiðiám með nátt­úru­leg­um stofn­um þetta sum­arið.

„Við finn­um vel að Hofsá er að detta í sitt gamla góða far,“ bæt­ir Jón Magnús við. „Smá­lax­inn hef­ur vantað síðustu ár en nú er hann mætt­ur og bæt­ist við öfl­ug­an stór­laxa­stofn­inn sem læt­ur sig ekki vanta.“

Blaðamaður var við Hofsá í liðinni viku og get­ur, eft­ir að hafa kynnst þess­ari perlu í Vopnafirði vel á síðustu árum, staðfest þessi orð for­manns veiðifé­lags­ins. Það er mikið af fiski í ánni, öll svæði virk og þegar við tökuglaðan smá­lax bæt­ast von­ir um þá stóru, sem gefa sig líka af og til, þá eru veiðimenn ánægðir.

Nær sex á dag á stöng í Selá

Ef horft er til veiðitalna síðustu tveggja vikna úr ám með nátt­úru­leg­an laxa­stofn, sem gefn­ar eru upp á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is, má sjá að meðal­veiði á stöng hef­ur verið best í systurá Hofs­ár í Vopnafirði, Selá, eða nær sex lax­ar á dag. Í Haffjarðará, sem gef­ur besta veiði á Vest­ur­landi, veidd­ust að meðaltali 4,3 lax­ar á stöng þess­ar vik­ur, um fimm á stöng í Laxá á Ásum, 2,6 í Miðfjarðará, 3,1 í Laxá í Kjós og nær tveir í Langá á Mýr­um. Eins og fyrr seg­ir hafa veiðst um 2,5 lax­ar á stöng í Hofsá að meðaltali síðustu tvær vik­ur.

Jón Magnús end­ur­tek­ur að veiðimenn við Hofsá finni vel fyr­ir því að mun meira sé af fiski í ánni en und­an­far­in ár, en árin 2013 og 2014 urðu gríðar­mik­il flóð í henni sem eyðilögðu marga veiðistaði og talið er að hafi haft slæm áhrif á seiðabú­skap­inn. En nú virðist nátt­úr­an að vera að jafna sig á því, og hylj­ir sem skemmd­ust að koma aft­ur inn og aðrir nýir veiðistaðir að mynd­ast.

„Meðal­veiði síðustu þriggja ára­tuga í Hofsá er um þúsund lax­ar og við verðum ef­laust ná­lægt því. Þegar ég kom hingað fyrst, 2006, þá var hún í tvö þúsund löx­um. Það er al­veg hægt,“ seg­ir hann og hlær vongóður.

Heimild: angling.is
Heimild: angling.is Graf/mbl.is

Stór­ir Hofs­ár­lax­ar heilla

„Neðri veiðisvæðin breytt­ust tals­vert við flóðin en far­veg­ur­inn breyt­ist þar fyr­ir utan alltaf eitt­hvað á hverju ári,“ seg­ir Jón Magnús. „Áin er að jafna sig og svo fer seiðabú­skap­ur­inn líka alltaf eft­ir tíðarfar­inu og hvernig vor­ar og þar með hvernig vöxt­ur seiðanna er. Frá 2016 hef­ur alltaf vorað vel og seiðin hafa stækkað og eru nú að ganga til hafs þriggja ára í stað fjög­urra áður. Í fyrra gekk stór ár­gang­ur til hafs og er að skila sér núna sem smá­lax og sá ár­gang­ur sem fer út núna í sum­ar er líka vel yfir meðaltali. Við von­um að hann skili sér vel á næsta ári. Það gæti því orðið enn betra en núna. Þetta er spenn­andi!“

Hann bæt­ir við að þótt ánægju­legt sé að sjá smá­laxa skila sér í öfl­ug­um göng­um þá sé hlut­fall stór­laxa eft­ir sem áður mjög hátt í ánni og þess­ir klass­ísku stóru Hofs­ár­lax­ar, þykk­ir og sterk­ir, heilli veiðimenn.

Jón Magnús seg­ir að lok­um að það hafi verið minna um er­lenda veiðimenn við Hofsá nú en síðustu sum­ur, vegna kór­ónu­veirunn­ar, en ís­lensk­ir veiðimenn hafi komið inn í staðinn og hafi Hofsá verið uppseld.

Veiðist vel í Eystri og Affall­inu

Rangárn­ar tróna eins og áður hæst­ar á list­an­um yfir afla­hæstu veiðisvæðin. Og sýnu meira hef­ur veiðst í þeirri eystri, veiðin þar var kom­in yfir 5.300 laxa á miðviku­dag­inn var og meðal­veiði á hverja stöng af þeim 18 sem veitt er á nær sex lax­ar á dag. Má vel kalla það mok.

Í Affallið í land­eyj­um, þá nettu á á Njálu­slóð eru sett sömu haf­beit­ar­seiði og í Eystri-Rangá. Þar er veitt á fjór­ar dags­stang­ir og meðal­veiðin síðustu vik­una sex lax­ar á dag og veiðimenn kampa­kát­ir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert