Metaregnið heldur áfram í Eysti Rangá

Þessi maður Jóhann Davíð Snorrason hefur alla ástæðu til að …
Þessi maður Jóhann Davíð Snorrason hefur alla ástæðu til að brosa. Hann er sölustjóri í Eystri Rangá og enn eitt metið féll í dag. 295 laxar veiddust. Ljóst er að metið í ánni verður slegið duglega. Ljósmynd/Aðsend

Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um metveiði í Eystri Rangá því þar er hreinlega metaregn þegar kemur að fjölda laxa. Hvort sem það er á eina stöng eða áin í heild sinni og vikuveiði í Eystri. Öll met verða slegin í þessari viku.

Jóhann Davíð Snorrason hristir bara hausinn brosandi þegar hann er spurður hvort þetta haldi bara áfram?

„Já, þetta er sturlun. Það komu 601 lax í tveggja daga maðka- og spúnaopnun. Svo hafa verið að koma yfir 200 laxar alla daga síðan,“ sagði Jóhann Davíð í samtali við Sporðaköst.

Er ekki nokkuð ljóst að þið munið slá metið frá 2007 sem var upp 7473 laxar?

Þetta er býsna algeng sjón fyrir austan þessa dagana. Hér …
Þetta er býsna algeng sjón fyrir austan þessa dagana. Hér eru þær Melody og Sara með flotta veiði úr einum hyl. Ljósmynd/Reynir Sigmundsson

„Áin er teppalögð af laxi og öll svæði inni. Stærsti dagurinn var einmitt í dag eða 295 laxa. Áin fer að nálgast sjö þúsund laxa og ljóst að metið verður slegið duglega,“ sagði kátur sölustjóri í Eystri.

Reynir Sigmundsson er einn af leiðsögumönnum við Eystri Rangá þessa daga. Hann er með tvo erlenda veiðimenn í leiðsögn. Síðustu daga hafa þeir fengið á stangirnar tvær: Fyrstu vaktina 18 laxa, næstu vakt 21 lax, þá 26 og í morgun byrjuðu þeir ekki fyrr en hálf fjögur og laust eftir klukkan 18 hættu þeir og voru þá komnir með 21 lax. Voru búnir að fá nóg.

Reynir segir að áin sé í glæsilegu formi. Krystaltær og fiskur á öllum stöðum og „nóg af honum,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst.

Samtals á sjö veiðivöktum, eða þremur og hálfum degi hefur 1057 löxum verið landað í Eystri Rangá. Það er meiri veiði en heildar veiði sumarsins í Selá í Vopnafirði sem er talin ein af bestu laxveiðiám landsins.

UPPFÆRT og LEIÐRÉTT

Rétt er að geta þess að besta veiði á Íslandi sem vitað er um var í Ytri Rangá árið 2008.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka