Fulltrúar ungu kynslóðarinnar eru fjölmennir í innsendum myndum í veiðisamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Hér birtum við myndir af nokkrum krúttmolum við veiðar í sumar. Greinilegt er að snemma beygist krókurinn hjá þessum krökkum.
Fyrsta myndin er úr Fremri-Laxá. Hana tók pabbinn Hrannar Pétursson. Hann skrifaði póst með myndinni: „Hjálögð er mynd sem fangar vel veiðigleði dóttur minnar, Signýjar Sóllilju Hrannarsdóttur. Allir fiskar eru í hennar huga jafn glæsilegir, stórir sem smáir. Þennan „urra“ veiddi hún alveg sjálf, á meðan pabbinn stóð fastur í drullu rétt hjá og fylgdist með. Tók hvítan nobbler.“
Næsta mynd er frá henni Thelmu Másdóttur eða ömmu. Hún skrifaði: „Eyþór Ásgeirsson 5 ára að stíga sín fyrstu skref, byrjaði á því að æfa sig með stöngina í bæjarlæknum í Hafnarfirði, þeir hafa nú komið stærri á öngulinn hjá honum eftir þennan :) Amma, Thelma Másdóttir, forfallinn stangveiðimaður :) tók myndina þegar verið var að koma dóttursyninum á bragðið, og nú er ekki aftur snúið :)“
Þriðja myndin er af tveimur upprennandi stórveiðimönnum. Garðar Þór Magnússon tók þessa mynd og sendi okkur frásögn. „Hér er spennumynd frá einni skemmtilegustu veiðiferð sumarsins. Bestu vinirnir Kári Garðarsson og Sigurður Ægir Filippusson hittust á Akureyri nú í sumar og fóru í Víkurlax að ná í matinn. Spennan var það rosalega mikil á þessu mómenti að það datt allt í dúnalogn. Og flotið fór á bólakaf.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |