Mörgum veiðimönnum finnst ákveðinn sjarmi yfir því að skrá afla í veiðibók í veiðihúsi að loknum degi. Hluti af þessu er að miðla upplýsingum til þeirra sem á eftir koma og byrja menn gjarnan á að opna veiðibókina og skoða hvað hefur verið að gerast og hvar.
Það er hins vegar lítill sjarmi yfir því að skrá hátt í þrjú hundruð laxa á eina og sama kvöldinu. Þetta hefur gerst ítrekað í Eystri Rangá þar sem veiðin hefur náð hæðum sem ekki hafa fyrr sést þar á bæ.
Hver bók tekur þúsund laxa og nú er verið að fylla þá sjöundu. Ljóst er að fleiri bækur þarf og er ómögulegt að segja hversu hár staflinn verður í haust. Veiðin róaðist hefur í gær og komu á land 148 laxar í Eystri.
Skriffinnskan stendur oft langt fram á kvöld þegar stærstu dagarnir hafa komið.
Flestar laxveiðiárnar munu komast af með eina bók í sumar en ljóst að nokkrar munu þó fara vel af stað með bók númer tvö og Ytri Rangá þarf örugglega þrjár bækur ef að líkum lætur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |