Ásdís Kristjánsdóttir lenti í miklu ævintýri í morgun þegar hún landaði laxi þúsundasta laxinum úr Selá, þetta sumarið. Laxinn var heldur engin smásmíði, 96 sentímetra glæsilegur hængur. Hann tók rauða Frances númer 16 á gullkrók í töfrastaðnum Brúarbreiðu, sem er neðarlega í ánni. Baráttan stóð yfir í fimmtíu mínútur, með rokum, stökkum og skemmtilegheitum. Laxinn hélt á vit frekari ævintýra að lokinni viðureigninni.
Leiðsögumaður Ásdísar var Denni eða Sveinn Björnsson, sá mikli laxahvíslari.
„Veiðin í Selá hefur gengið frábærlega það sem af er sumri og það var frábært að þúsundasti fiskurinn skyldi vera svona veglegur,“ sagði Jóhann Gunnar Arnarson matreiðslumeistari í veiðihúsinu í Selá í samtali við Sporðaköst.
Selá er með allra vatnsminnsta móti og þannig hefur Denni leiðsögumaður ekki séð hana svo vatnslitla á sínum tuttugu ára ferli við ána. Þetta hefur leitt til þess að fiskur er minna dreifður en mörg önnur ár og bunkast í lykilstaði.
Í tilefni dagsins skellti Jóhann Gunnar, eða Butlerinn eins og hann er jafnan kallaður í köku fyrir veiðimenn og gesti. Hún var af dýrari sortinni og skartaði áletrun og veiðistöng og á þeirri stöng var að sjálfsögðu Frances á gullkrók.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |