Óvenjumikið um risa birting í Eldvatni

Erlingur Hannesson með stórlaxinn úr Eldvatni. 96 sentímetrar. Einhvern veginn …
Erlingur Hannesson með stórlaxinn úr Eldvatni. 96 sentímetrar. Einhvern veginn læðist að manni grunur að þetta kunni að vera blendingur. Ljósmynd/Aðsend

Það sem af er veiðitíma í sjóbirtingsánni Eldvatni í Meðallandi hefur borið á töluverðu magni af mjög stórum sjóbirtingum. Veiðin hófst með látum í upphafi mánaðar en nú hefur hægst á henni í bjart- og blíðviðrinu undanfarna tíu daga.

Stærsti skráði fiskurinn, eftir að síðari hluti tímabilsins hófst og raunar í ár, er 96 sentímetra lax sem Erlingur Hannesson landaði í Hvannakeldu um helgina. Þrír 92 sentímetra sjóbirtingar hafa komið á land og margir 80 til 87 sentímetra. Þriðji 92 sentímetra fiskurinn kom á land í gær.

Skorri Andrew Aikman með 92 sentímetra birting úr Eldvatni. Þetta …
Skorri Andrew Aikman með 92 sentímetra birting úr Eldvatni. Þetta er einn af þremur í þeirri stærð sem hafa veiðst nú síðsumars. Sá síðasti veiddist í gær. Ljósmynd/Erlingur Hannesson

Þá eru ótaldir stóru fiskarnir sem veiðimenn hafa ekkert ráðið við. Fiskar sem hafa straujað í einni roku upp í 150 metra og slitið sig lausa. „Við höfum lent í nokkrum slíkum stórfiskum sem menn hafa bara hreinlega ekki haft roð við. Auðvitað skiptir máli við hvaða aðstæður menn setja í þessa fiska en við höfum ekki séð fyrr í byrjun svo mikið af stórum birtingi og leyfum okkur að halda að það hafi með sleppingarnar að gera. Við höfum sleppt nánast öllum birtingi hér í fimm ár og það er vitað að hann kemur aftur og aftur,“ sagði Erlingur Hannesson í samtali við Sporðaköst.

Erlingur með 92 sentímetra birting. Þetta eru svakalegir fiskar miðað …
Erlingur með 92 sentímetra birting. Þetta eru svakalegir fiskar miðað við að þetta er jú silungur. Ljósmynd/Aðsend

Hann landaði einmitt 96 sentímetra laxinum um helgina og fékk hann fiskinn í Hvannakeldu, efst í þeim veiðistað. Laxinn tók Sunray Shadow.

Tvær veiðiaðferðir virka jöfnum höndum þessa dagana í Eldvatninu. Það er annars vegar hefðbundin straumfluguveiði og svo andstreymisveiði með púpum og jafnvel tökuvara. En það fer eftir smekk.

Ef raða ætti í flugubox fyrir veiðimenn sem eru að fara í Eldvatn eða aðrar sjóbirtingsár yrðu fyrstu fimm flugurnar þessar; Copper John, Black Ghost (raunar nokkrar útfærslur), Sunray Shadow, Dýrbítur, bæði bleikur og appelsínugulur, og síðast en ekki síst Flæðarmús.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert