Eltingar og fjör í Vopnafirði - myndband

Bræðurnir Friðrik og Garðar Kristjánssynir, frá Hellissandi gerðu góða ferð í Vopnafjörðinn í síðustu viku. Fyrst veiddu þeir Hofsá og lönduðu þar sjö löxum og svo lá leiðin yfir í Selá, þar sem tólf fiskar komu á land.

Tölurnar yfir landaða fiska segja hins vegar engan veginn alla söguna af veiðinni. Þeir sendu Sporðaköstum nokkur myndbönd af eltingum og tökum. Þetta eru myndir teknar upp á síma en sína greinilega þau augnablik sem allir eru að leita að. 

Hér er Friðrik Kristjánsson með 76 sentímetra fisk úr Kleifarneshyl …
Hér er Friðrik Kristjánsson með 76 sentímetra fisk úr Kleifarneshyl úr Hofsá. Ljósmynd/Garðar Kristjánsson

Fyrst eru tvö stutt myndbrot af stórlaxi að stríða þeim bræðrum í Fossi 2 í Hofsá. Þá kemur að Selá og þar er annars vegar myndbrot úr þeim magnaða veiðistað Bjarnarhyl í Selá, á svæði þrjú. Hylurinn er pakkaður af laxi og hefur gefið frábæra veiði í sumar. Síðasta myndbrotið er úr Efri Fossi í Selá þar sem Klaus Frimor veiðigúrú er leiðsögumaður þeirra bræðra. 

Garðar Kristjánsson landaði þessum áttatíu sentímetra fiski í Netahyl í …
Garðar Kristjánsson landaði þessum áttatíu sentímetra fiski í Netahyl í Hofsá. Ljósmynd/Friðrik Kristjánsson

Þeir bræður eru sjómenn, skipstjóri og stýrimaður og auðvitað þegar menn taka sér hlé frá veiði í sjó liggur ekkert annað fyrir en að fara í ferskvatn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert