Eltingar og fjör í Vopnafirði - myndband

Bræðurnir Friðrik og Garðar Kristjánssynir, frá Hellissandi gerðu góða ferð í Vopnafjörðinn í síðustu viku. Fyrst veiddu þeir Hofsá og lönduðu þar sjö löxum og svo lá leiðin yfir í Selá, þar sem tólf fiskar komu á land.

Tölurnar yfir landaða fiska segja hins vegar engan veginn alla söguna af veiðinni. Þeir sendu Sporðaköstum nokkur myndbönd af eltingum og tökum. Þetta eru myndir teknar upp á síma en sína greinilega þau augnablik sem allir eru að leita að. 

Hér er Friðrik Kristjánsson með 76 sentímetra fisk úr Kleifarneshyl …
Hér er Friðrik Kristjánsson með 76 sentímetra fisk úr Kleifarneshyl úr Hofsá. Ljósmynd/Garðar Kristjánsson

Fyrst eru tvö stutt myndbrot af stórlaxi að stríða þeim bræðrum í Fossi 2 í Hofsá. Þá kemur að Selá og þar er annars vegar myndbrot úr þeim magnaða veiðistað Bjarnarhyl í Selá, á svæði þrjú. Hylurinn er pakkaður af laxi og hefur gefið frábæra veiði í sumar. Síðasta myndbrotið er úr Efri Fossi í Selá þar sem Klaus Frimor veiðigúrú er leiðsögumaður þeirra bræðra. 

Garðar Kristjánsson landaði þessum áttatíu sentímetra fiski í Netahyl í …
Garðar Kristjánsson landaði þessum áttatíu sentímetra fiski í Netahyl í Hofsá. Ljósmynd/Friðrik Kristjánsson

Þeir bræður eru sjómenn, skipstjóri og stýrimaður og auðvitað þegar menn taka sér hlé frá veiði í sjó liggur ekkert annað fyrir en að fara í ferskvatn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert