Metið í laxveiði á Ytri-Rangá – 14.315

Svona var stemmningin í Ytri-Rangá 27. ágúst 2008 þegar metveiðin …
Svona var stemmningin í Ytri-Rangá 27. ágúst 2008 þegar metveiðin var að bresta á. mbl.is

Íslandsmetið í laxveiði á stöng í einni á er frá árinu 2008. Það ár veiddust 14.315 laxar í Ytri-Rangá. Einn af þeim sem man þennan tíma er Jóhannes Hinriksson sem rekur Ytri-Rangá. Hann sagði í samtali við Sporðaköst þegar þetta ber á góma að það sé bara eitt orð sem geti lýst þessu. „Bilun, en hún var skemmtileg. Þetta var svo ótrúlegt að það er varla hægt að ímynda sér þetta nema upplifa það,“ sagði Jóhannes.

Sennilega er gjöfulasta vakt, sem komið hefur í einni laxveiðiá, seinni vaktin 29. ágúst í Ytri. Þann dag voru færðir til bókar, bara eftir seinni vaktina, 303 laxar. Daginn eftir var 459 löxum landað í allri ánni. Daginn eftir, eða þann 31., komu 306 laxar á land.

Annan september veiddust 189 laxar og þann þriðja 158 stykki.

Þrátt fyrir frábært gengi í Eystri-Rangá er ólíklegt að þetta met verði slegið. Raunar hefur Ytri-Rangá átt nokkur mjög góð ár í gegnum tíðina. Eftir metárið kom vertíð upp á 10.779 laxa, eða sumarið 2009. Veiðitímabilið 2015 var mjög gott og skilaði 8.803 löxum. Árið eftir fóru þeir í 9.323.

Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri-Rangá. Hann lýsir 2008 …
Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri-Rangá. Hann lýsir 2008 í Ytri-Rangá sem hreinni bilun. Ljósmynd/Aðsend

Það er því ljóst að Ytri-Rangá á þessi met öll enn og verður spennandi að sjá hvort Eystri nær þessum hæðum. En við misstum okkur aðeins hér á síðunni með að veiðin í Eystri væri sú besta á Íslandi, en það er hér með leiðrétt. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert