Það er mikið af laxi í Laxá í Dölum en hann er ekki mjög tökuglaður í því sumarveðri sem þar hefur verið. Áin er mjög vatnslítil og fiskurinn bunkar sig saman. Það er ljóst að rigningar munu breyta þessu ástandi og einhverjir veiðimenn eiga eftir að lenda þarna í bingói.
Jón Þór Júlíusson, einn af aðstandendum Hreggnasa ehf sem er með Dalina á leigu tók þessar myndir fyrir skemmstu og sé greinilega hversu þykk og mikil laxatorfan er neðarlega í Kristnipolli. Þetta er einn af lykilstöðum árinnar og geymir hann ávallt mikið magn af fiski. Þetta er þó bara neðri hlutinn og oft er enn meira af fiski ofar í veiðistaðnum.
Hinn veiðistaðurinn er Dönustaðagrjót þar sem einnig er mikið af fiski og þessar ljósmyndir Jóns sýna svo ekki verður um villst að það er nóg af honum. Það er hins vegar nauðsynlegt að fá meira vatn og þá gerast ævintýri eins og svo oft í Dölunum síðsumars.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |