Það er eitt orð sem veiðimenn, hvort sem er í silungi eða laxveiði, nota oftast. Þetta er stutt orð en virkar við flestar aðstæður og oft hluti af ágætis afsökun ef aflabrögð standa ekki undir væntingum. Ef þú ert ekki búinn að kveikja, smelltu þá á meira og sjáðu hvaða orð við erum að tala um.
Þetta er orðið of. Það er of mikil rigning. Það er of lítil rigning, sem sagt sól. Of lítið af fiski. of þungar flugur. Of mikið af flugu – mývargi.
Þetta er bara hluti af því sem heyra má. En það er hægt að bæta við. Of mikið vatn. Of lítið vatn. Allt of lítið vatn.
Auðvitað er þetta orð sem undirstrikar aðstæður. Hægt væri að sleppa því í flestum tilvikum, segja einfaldlega: lítið vatn, mikil rigning og svo framvegis. En orðið of dregur fram erfiða stöðu: of heitt, of kalt, of seint, of snemma. Vona að þetta sé ekki of mikið af því góða. En næst þegar þú notar orðið of í sambandi við veiði muntu muna þessa grein.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |