Einn af okkar lunknu hnýturum og hönnuðum er Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu eins og hann er svo oft kallaður. Hann hefur nú hannað nýja flugu og var hún frumsýnd í fyrra. Hún hefur sannað gildi sitt og gott betur. Við leituðum til flugusérfræðings Sporðakasta, Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu, og báðum um mynd og umsögn.
„Já, það er komin ný fluga frá Einari Páli, Palla í Veiðihúsinu, en hann hefur heldur betur gert margar frábærar flugur á borð við Blue Boy, Sjáandann, Möggu, Tvíburann og fleiri, svo ekki sé minnst á Brá, sem er einnig á þessari mynd.
Nýja flugan heitir Leifur og hún var frumsýnd í fyrrasumar. Þessi fluga er ólík öðrum flugum í litavali og hefur sýnt sig síðustu vikur að vera frábær síðsumars- og haustfluga. Þessi hvíta á myndinni er Brá. Hnýtt á agnarsmáar þríkrækjur, í stærðum fjórtán til átján. Þegar himinninn er blár og sólin skín er Brá fyrsta flugan sem á að setja undir,“ sagði Óli í samtali við Sporðaköst þegar hann var spurður um nýjustu hönnun Palla í Veiðihúsinu.
Leifur er græn í grunninn en miðað við lýsingarnar er hún spennandi kostur þar sem búið er að sýna laxinum allt sem fluguboxið hefur upp á að bjóða.
Veiðihornið er samstarfsaðili SporðakastaLengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |