Metin að falla í Eystri og Jöklu

Nú vantar aðeins 13 laxa svo að Jökla jafni sitt …
Nú vantar aðeins 13 laxa svo að Jökla jafni sitt besta ár til þessa. Allar líkur verða að teljast á því að metið frá 2015 falli. Svipuð staða er uppi í Eystri Rangá. Ljósmynd/Aðsend

Veiðitölur fyrir síðustu viku hafa verið birtar úr flestum laxveiðiám á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is. Allt er þar með svipuðu sniði og verið hefur. Metið í Eystri-Rangá er að falla og vantar aðeins 111 laxa til að jafna gamla metið frá árinu 2007 þegar 7473 laxar veiddust. Nóg er eftir af veiðitímanum fyrir austan.

Þegar rýnt er í tölurnar úr einstökum ám má sjá Hofsá í Vopnafirði er að skila sínu besta ári í sjö ár. Fara þarf aftur til ársins 2013 til finna viðlíka veiði. Hofsá er komin í 895 laxa. Árið 2013 fór hún í 1.160 laxa en átti erfitt uppdráttar nokkur ár eftir það. Nú hefur verið stigvaxandi veiði síðastliðin fjögur ár.

Sjö laxar veiddust í Jöklu síðustu viku þó að hún sé komin á yfirfall. Það þýðir að einungis vantar þrettán laxa upp á að jafna besta árið fram til þessa. 2015 veiddust 815 laxar í Jöklu en nú eru komnir á land 802. Veiði í hliðarám Jöklu mun halda áfram og nokkuð ljóst að þetta verður metár fyrir austan.

Af fleiri ám sem eru að skila góðri veiði miðað við undanfarin ár má nefna Fnjóská en þar eru komnir í bók 234 laxar og er það besta veiði frá árinu 2015. Fnjóská er að ná meðalveiði áranna 1969-2008 sem er 261 lax.

Hítará er búin að skila 460 löxum og er það mikill bati frá því í fyrra þegar áin gaf einungis veiði upp á 204 laxa. Nú er hún komin vel upp fyrir meðalveiði áranna 1974-2008 sem er 394 laxar. Eftir skriðuna miklu og óvissa framtíð er ánægjulegt að sjá Hítará gefa þessa veiði.

Þegar horft er á topp-tíu-listann þá breytist hann lítið milli vikna og eins og fyrri daginn ber Eystri-Rangá höfuð og herðar yfir aðrar ár. Af náttúrulegu laxveiðiánum er Miðfjarðará hæst með ríflega 1.400 laxa.

Nú styttist í fyrstu lokatölurnar og er von á þeim eftir þessa viku.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert