Skemmtilegar og ólíkar myndir halda áfram að berast í ljósmyndasamkeppni mbl, Veiðihornsins og Sporðakasta. Við höfum af og til birt nokkrar myndir af handahófi af þeim myndum sem hafa borist.
Fyrsta myndin er af fallegum sumardegi í Norðurá. Stafalogn og áin eins og spegill. Myndasmiður er Jón Ragnar Reynisson.
Af svipuðum toga er myndin úr Kvíslarveitum. Daníel Jakob er þarna við veiðar á góðviðrisdegi inni í Kvíslarveitum í júlí núna í sumar. „Frábær dagur þar sem við vorum þrír félagar með 25 fína urriða.“ Myndina tók Ásgeir Ólafsson.
Í sumar veitum við verðlaun fyrir fjóra flokka mynda. Þeir eru eftirfarandi: Ungir veiðimenn, Veiðikonur, Stórir fiskar og loks Veiðimynd ársins.
Vegleg verðlaun verða veitt í hverjum flokki:
Ungir veiðimenn – Redington-krakkafluguveiðipakki.
Veiðikonur – Simms G3 Guide Gore-tex-dömuveiðijakki.
Stórir fiskar – Mclean-háfur með innbyggðri vigt.
Veiðimynd ársins – Sage Igniter-einhenda.
Allar myndir sem sendar eru til þátttöku eru gjaldgengar og mun dómnefnd skipuð reynsluboltum, bæði í veiði og ljósmyndun, fara yfir og meta hvern flokk fyrir sig.
Þær myndir sem sendar eru inn er heimilt að birta í árlegu riti Veiðihornsins, Veiði 2021 og/eða öðrum auglýsingum Veiðihornsins. Með því að senda mynd samþykkir ljósmyndari slíka notkun á henni.
Senda skal myndirnar í góðri upplausn á netfangið eggertskula@mbl.is. Greina skal frá hvar myndin er tekin og hvað var að gerast. Þá er nauðsynlegt að fá nöfn þeirra sem eru á myndinni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýtur verðlaunin ef vel tekst til.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |