Bestu haustflugurnar III

Höskuldur með eina af mörgum hausthrygnum sem hafa fallið fyrir …
Höskuldur með eina af mörgum hausthrygnum sem hafa fallið fyrir Flúðinni. Ljósmynd/Aðsend

Við höldum áfram að leita í smiðju reyndra veiðimanna um bestu haustflugurnar. Nú er komið að Höskuldi B. Erlingssyni, leiðsögumanni og lögregluþjóni. Hann hefur verið í leiðsögn í Víðidalsá, Laxá á Ásum og víðar.

„Flúðin er búin að gefa mér stóra laxa í september og merkilegt nokk; flestir voru hrygnur,“ sagði Höskuldur í samtali við Sporðaköst.

Myndin sem fylgir fréttinni er einmitt af Höskuldi með hrygnu sem tók Flúðina í Víðidalsá. „Hún tók í björtu neðst í Silungabakka, en var landað við bílljós í Faxabakka 40 mínútum síðar. Flúðin fluga hefur reynst mér gríðarlega vel síðsumars.“

Annar reynslubolti er Björn K. Rúnarsson í Vatnsdal. „Á haustin myndi ég velja Blue Sapphire í stærð tólf. Mjög traust fluga sem hefur skilað mér mörgum fúlum hængum síðsumars. Svo ef hún klikkar þá er gott að eiga Munroe Killer númer fjórtán i boxinu, svona til vara. Sú bláa hefur gefið mér laxa í Nesi, Vatnsdal og Víðidal bæði á reki og strippuð.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert