Stærsti laxinn til þessa í Hrútafjarðará

Hundrað sentímetrar. Gísli var einn við löndun á stórlaxinum og …
Hundrað sentímetrar. Gísli var einn við löndun á stórlaxinum og því er þetta eina myndin sem til er. En það leynir sér ekki að þetta er hundraðkall. Ljósmynd/Gísli Vilhjálmsson

Glæsilegur hundrað sentímetra hængur veiddist í Hrútafjarðará síðastliðinn miðvikudag. Veiðimaður var Gísli Vilhjálmsson tannlæknir og setti hann í og landaði fiskinum í Hamarshyl. Stórlaxinn tók Sunray Shadow, litla.

Veiðin í Hrútafjarðará hefur verið ágæt í sumar og er hún að nálgast þrjú hundruð laxa. Aðeins er veitt á þrjár stangir í ánni. Veitt er út september í Hrútu og ljóst að hún á eftir að bæta nokkuð við sig. Síðasta vika gaf sautján laxa í Hrútafjarðará eða frá 2. til 9. september.

Þröstur Elliðason leigutaki Hrútafjarðarár var ánægður með veiðina og sagði töluvert af fiski í Hrútu. Það myndi svo mikið ráðast af veðri og skilyrðum hverju síðari hluti september myndi skila í veiðitölum.

Lokatölur í fyrra voru 401 lax og var það mjög gott ár miðað við margar ár. Ólíklegt er að Hrútan nái þeirri tölu aftur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert