Kasólétt í tilraunaveiði í Jöklu

Auður Erna með lax úr Gilsá, sem er hliðará Jöklu. …
Auður Erna með lax úr Gilsá, sem er hliðará Jöklu. Hennar annar lax. Maríulaxinn kom fyrir tveimur árum, einnig á Jöklusvæðinu. Ljósmynd/Snævarr

Þegar veiðidellan hefur heltekið fólk eru engar fyrirstöður ef halda á til veiða. Hjónin Snævarr Örn Georgsson og kona hans Auður Erna Pétursdóttir fóru í tilraunaveiði í Gilsá, sem rennur í Jöklu. Aðeins einu sinni hefur veiðst lax í Gilsá, en vonast er til að þar nemi lax land. 

Auður Erna setti í og landaði laxi. Hún er komin tæpa átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Eiginmaðurinn var spurður hvort hann hefði ekki verið stressaður við þessar aðstæður.

„Jú, en ekki út af Auði, miklu frekar af því að laxinn sem hún setti í var alltaf að nudda línunni við grjót og ég var stressaður yfir því að hann myndi slíta.“

Snævarr Örn Georgsson með lax úr Hneflu. Í Kaldá lönduðu …
Snævarr Örn Georgsson með lax úr Hneflu. Í Kaldá lönduðu þau svo tveimur. Nú fer að styttast í að metið í Jöklu verði slegið. Ljósmynd/Auður

Snævarr sagði að sjálfsagt þekktu fáir Gilsá og hvar hún væri, en hún rétt sunnan við Skjöldólfsstaði. Fyrsti laxinn í henni veiddist í fyrra og þau hjónin tóku lax þarna núna.

„Þetta var algjör tilraunaveiði. Við veiddum þarna þrjár vaktir; laugardag og hálfan sunnudaginn. Við lönduðum fjórum löxum og fimm litlum sjóbirtingum. Auðvitað var svo öllu sleppt,“ sagði Snævarr í samtali við Sporðaköst. Einn lax veiddist í Gilsá, tveir komu úr Kaldá og sá fjórði úr ánni Hneflu. Sjóbirtingarnir veiddust í Fögruhlíðará
Auður Erna með Glym sem er sex ára Síberíu Husky. …
Auður Erna með Glym sem er sex ára Síberíu Husky. Hann fór á minnkaveiðar á meðan að þau veiddu. Ljósmynd/Snævarr
Auður Erna fékk maríulaxinn sinn einmitt á Jöklusvæðinu 2018 og var þarna að landa sínum laxi númer tvö. Snævarr segir ekki aftur snúið með veiðidellu konu sinnar, þó að auðvitað hafi hún verið léttari á sér með maríulaxinn, sagði hann brosandi.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert