Þegar veiðidellan hefur heltekið fólk eru engar fyrirstöður ef halda á til veiða. Hjónin Snævarr Örn Georgsson og kona hans Auður Erna Pétursdóttir fóru í tilraunaveiði í Gilsá, sem rennur í Jöklu. Aðeins einu sinni hefur veiðst lax í Gilsá, en vonast er til að þar nemi lax land.
Auður Erna setti í og landaði laxi. Hún er komin tæpa átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Eiginmaðurinn var spurður hvort hann hefði ekki verið stressaður við þessar aðstæður.
„Jú, en ekki út af Auði, miklu frekar af því að laxinn sem hún setti í var alltaf að nudda línunni við grjót og ég var stressaður yfir því að hann myndi slíta.“
Snævarr sagði að sjálfsagt þekktu fáir Gilsá og hvar hún væri, en hún rétt sunnan við Skjöldólfsstaði. Fyrsti laxinn í henni veiddist í fyrra og þau hjónin tóku lax þarna núna.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |