Hreggnasi áfram með Svalbarðsá

Þórður Ingi með kolleginn 97 sentímetra hæng úr Svalbarðsá. Þessir …
Þórður Ingi með kolleginn 97 sentímetra hæng úr Svalbarðsá. Þessir fiskar virka eins og segull á veiðimenn. Ljósmynd/Aðsend

Nýverið var undirritaður langtíma samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Svalbarðsár hins vegar, um áframhaldandi leigu á Svalbarðsá. 

Í fréttatilkynningu sem Hreggnasi sendi frá sér um málið í dag segir, „Hreggnasi ehf hefur komið að leigu Svalbarðsár allt frá árinu 2007. Þá reis nýtt veiðihús við ána. Frá árinu 2009 hefur Svalbarðsá verið veidd undir „veiða og sleppa“ fyrirkomulaginu en við það hafa veiðitölur og seiðavísitala vaxið mjög til hins betra."

Efst við Svalbarðsá við Stórafoss.
Efst við Svalbarðsá við Stórafoss. www.hreggnasi.is

Svalbarðsá  er án efa meðal bestu laxveiðiáa landsins. Meðalveiði undanfarinna sumra er um 400 laxar, en þar af hefur hlutfall stórlaxa í aflanum verið yfir 60%. Þá hefur meðalveiði á hverja dagsstöng verið með því allra besta sem gerist á landinu.“

Lokatölur í Svalbarðsá í fyrra voru 469 laxar og var áin þann 2. september komin í 322 laxa. Stefnir í meðalár þar eystra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert