Veiðibörn og veiðistemning

Fiskflutningar á vegum Orra Daníelssonar. Þetta gekk vel. Myndin er …
Fiskflutningar á vegum Orra Daníelssonar. Þetta gekk vel. Myndin er tekin á Iðunni í sumar. Ljósmynd/Jón KBS

Hér birtum við nokkrar af þeim myndum sem borist hafa í veiðisamkeppnina sem mbl., Veiðihornið og Sporðaköst standa fyrir. Margar afar skemmtilegar myndir hafa borist og sú fyrsta í dag er af ungum veiðiáhugamanni sem stendur í fiskflutningum. Þegar maður er ekki hár í loftinu geta smálaxar verið bara afskaplega stórir og þörf er á vörubíl til að flytja þá. Þessi lax veiddist á Iðunni í sumar og stútfyllti vörubílinn. Orri Daníelsson dó ekki ráðalaus við að flytja þennan fisk. Myndasmiður er Jón KBS.

Beðið eftir þeim stóra á Hrauni í Ölfusi. Þolinmóði veiðimaðurinn …
Beðið eftir þeim stóra á Hrauni í Ölfusi. Þolinmóði veiðimaðurinn er Erika Anna Bjartmarsdóttir. Ljósmynd/Bjartmar Guðjónsson

„Beðið eftir þeim stóra“ heitir þessi mynd. Hér er Erika Anna Bjartmarsdóttir við veiðar á Hrauni í Ölfusi og tekur því afskaplega rólega en veit hún sem er að sá stóri á leið framhjá, bara spurning hvenær. Myndasmiður er Bjartmar Guðjónsson.

Lax stekkur í Affallinu á ágústkvöldi.
Lax stekkur í Affallinu á ágústkvöldi. Ljósmynd/Halldór Jóhann Sveinsson

Þá er komið að sannkölluðum stemmara frá því í sumar. Lax var að stökkva í Affallinu. Myndin er tekin í ágúst að kvöldi til þegar sumarið er aðeins farið að gefa eftir. Affallið er ein af þeim ám sem hafa gefið hörkuveiði í sumar. Myndasmiður er Halldór Jóhann Sveinsson.

Ingólfur Davíð og hundurinn Hængur fylgjast spenntir með laxi í …
Ingólfur Davíð og hundurinn Hængur fylgjast spenntir með laxi í viðureign í Svalbarðsá í sumar. Ljósmynd/Daði

Loks er það stórlaxakóngurinn Ingólfur Davíð Sigurðsson. Hann hefur veitt stærsta lax sumarsins til þessa, en það var í Vatnsdalsá í síðustu viku í Vaðhvammi. Sá lax mældist 108 sentímetrar. Hér er hann hins vegar við veiðar í Svalbarðsá og mágur hans tók þessa mynd af honum og hundinum Hæng. Myndasmiður er Daði.

Skilafrestur er til 1. október

Í sum­ar veit­um við verðlaun fyr­ir fjóra flokka mynda. Þeir eru eft­ir­far­andi: Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn – Red­ingt­on-krakka­flugu­veiðipakki. ​

Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de Gore-tex-dömu­veiðijakki. ​

Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an-háf­ur með inn­byggðri vigt.

Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter-ein­henda.

All­ar mynd­ir sem send­ar eru til þátt­töku eru gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­bolt­um, bæði í veiði og ljós­mynd­un, fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem send­ar eru inn er heim­ilt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021, og/​​​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins. Með því að senda mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á henni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið eggert­skula@mbl.is. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert