Af hverju skiluðu seiðin sér í Andakíl?

Næsta spurning er svo, af hverju skiluðu seiðin úr ánum, skammt frá Andakílsá, sér ekki? Veiði í Andakílsá í sumar hefur verið með ólíkindum og meiri en í nokkurri annarri á á landinu. Þar var sleppt um þrjátíu þúsund seiðum í fyrra og gengu þau til sjávar út í Borgarfjörðinn eins og seiðin úr Grímsá, Þverá/Kjarrá, Norðurá og Gljúfurá. Allar síðastnefndur árnar ollu vonbrigðum í sumar miðað við það sem fiskifræðingar höfðu spáð.

Í þessu seinna myndbandi frá heimsókn Sporðakasta í Andakílsá er Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur spurður um þessa staðreynd. Kenningin hans er áhugaverð og ekki síst sú yfirlýsing hans að öfgar í veðri og umhverfi geri það að verkum að nú séu menn að takast á við nýja tíma þegar kemur að laxinum.

Kvikmyndatöku og klippingu annaðist Steingrímur Jón Þórðarson.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert