Andakílsá er orðin stútfull af laxi, þremur árum eftir umhverfisslysið. Seiðasleppingar hafa gengið vel og náttúrulegt klak er einnig til staðar. Sporðaköstum var boðið í heimsókn í Andakílinn í síðustu viku og hittum við þar fyrir Sigurð Má Einarsson fiskifræðing sem fylgst hefur með endurheimt árinnar. Einnig leit til okkar formaður veiðifélagsins Ragnhildur Helga Jónsdóttir og Jón Þór Ólason, formaður SVFR sýndi okkur hvernig á að veiða Andakílsána.
Það er einkar hughreystandi að sjá hversu vel áin hefur tekið við sér og enn og aftur má sjá hvernig náttúran lifir af og kemst í gegnum ýmsilegt sem virðist ómögulegt.
Lokatala fyrir þessa einu tilraunastöng er 661 lax. Svo mikil hefur veiðin verið að ef þessi eina stöng er margfölduð með fjölda stanga í Eystri Rangá þá kæmi út talan 11.900 laxar. Eystri Rangá er í dag með heildarveiði upp á um átta þúsund laxa. Og hafa ber í huga að aðeins hefur verið veitt á stöngina í Andakíl í 57 daga.
Steingrímur Jón Þórðarson annaðist kvikmyndatöku og klippingu á myndbandinu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |