Skipta veiðitölur einhverju máli?

Hilmir Víglundsson með vígalegan hæng úr veiðistaðnum Laxa í Hofsá. …
Hilmir Víglundsson með vígalegan hæng úr veiðistaðnum Laxa í Hofsá. Þessi tók í húminu. Nú vantar bara þrettán laxa til að Hofsá komist í þúsund. Ljósmynd/Aðsend

Nýjar veiðitölur á haustdögum fela í sér nokkrar skemmtilegar sögur. Eystri Rangá er komin yfir átta þúsund laxa og hennar besta ár er staðreynd. Jökla, sem er eins konar spútniká í sumar vantar aðeins þrjá laxa til að jafna sína bestu veiði. Sama má segja um Hofsá í Vopnafirði. Þar vantar þrettán laxa til komast í fjögurra stafa tölu.

Samkvæmt tölum frá Landssambandi Veiðifélaga, eða angling.is, er ljóst að Langá og Þverá/Kjarrá hafa átt góða viku. Þannig skilaði Langá veiði upp á hundrað laxa síðustu viku. Það þarf ekki að koma á óvart að Langá hafi þar með komist upp fyrir þúsund laxa múrinn. Sömu sögu er að segja af Þverá/Kjarrá sem komst í fjögurra stafa tölu í vikunni, eftir áttatíu laxa veiði síðustu sjö daga.

Ýmsir hafa orðið til þess upp á síðkastið að velta fyrir sér af hverju sé verið að tala um að rjúfa þennan eða hinn múrinn og jafnframt velt fyrir sér hvort eigi að vera endalaust að birta tölur. Meira eiga að einblína á gleðina og slíka hluti. Þessar vangaveltur eru góðra gjalda verðar.

Hins vegar er það svo að tölur segja okkur margt. Ef við tökum Hofsá í Vopnafirði sem dæmi þá hefur hún ekki náð fjögurra stafa tölu frá árinu 2013. Hún hefur raunar verið langt frá því. Þúsund laxa múrinn er fyrst og fremst táknrænn fyrir endurreisn Hofsár og það hlýtur að teljast gleðiefni fyrir hennar aðdáendur.

Að sama skapi á hinum enda litrófsins má horfa til Laxár í Aðaldal. 2017 fór hún í sjö hundruð laxa. 2018 niður í sex hundruð. 2019 veiddust fimm hundruð laxar og í sumar er útlit fyrir að ekki náist fjögur hundruð laxar. Það er dapurleg niðurstaða fyrir þessa miklu og mögnuðu á. Skilyrði hafa reyndar verið með versta móti og slý og aðrar aðstæður gert mönnum afar erfitt fyrir. Það breytir því þó ekki að tölurnar sína þau vandræði sem Laxá stendur frammi fyrir.

Að sama skapi endurspeglar met í Jöklu þá merkilegu staðreynd að hún er að vaxa sem ein helsta laxveiðiá Austurlands, ef frá er skilinn Vopnafjörðurinn. Gaman væri að sjá hverju Jökla skilaði ef hún fengi heilt sumar og ætti ekki yfirfall alltaf yfir höfði sér.

Á angling.is er hægt að sjá tölur úr 75 aflahæstu laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert