Tveir virkilega jákvæðir í veiðinni

Tommi í Veiðiportinu með glæsilegan 69 sentímetra urriða úr Þingvallavatni. …
Tommi í Veiðiportinu með glæsilegan 69 sentímetra urriða úr Þingvallavatni. Eitt besta veiðisumar sem hann hefur átt. Ljósmynd/Aðsend

Áfram með uppgjör laxveiðitímabilsins. Það er komið að Tomma í Veiðiportinu og Hilmi Víglundssyni, leiðsögumanni í Vopnafirði. Tommi, eða Tómas Skúlason, byrjar.

„Sumarið var eitt það besta sem ég hef upplifað hvað varðar veiði. Laxá í Mývatnssveit tók vel á móti mér snemma sumars þrátt fyrir mikinn kulda. Þingvallavatnið var frábært en það er áhyggjuefni að sjá þó nokkuð marga 80 cm + fiska mjóslegna og í vondum holdum um miðjan júlí. Líklega munum við sjá meira af því á næstu árum því ætið fyrir urriðann fer minnkandi að mínu mati sem mun leiða til þess að eldri og hægari fiskar munu veslast upp og við hættum að sjá þykka og fallega 85-90 cm fiska.

Laxveiðin var ágæt hjá mér og hef ég sjaldan landað jafn mörgum löxum. En maður heyrði samt mikið um að það væri lítil taka í fiskinum þrátt fyrir góð skilyrði og nóg af fiski í sumum ám.

Vonbrigðin voru þau að fá ekki vörur sendar þegar faraldurinn byrjaði og vont að þurfa að vísa mönnum frá því það seldist allt og mikið af vörum seldist hreinlega upp strax í apríl. En það var lúxusvandamál sem leystist að lokum og ég veit að allar veiðibúðir gerðu það gott í sumar.

En ástandið er ekki gott fyrir leigutaka/veiðileyfasala

Bændur og leigutakar þurfa heldur betur að funda og gera plan fyrir næsta ár því ef þetta ástand heldur áfram með takmörkunum á flæði fólks til landsins munu fá fyrirtæki lifa það af.

Annars fær þetta sumar 9 í einkunn og fer ég vel brattur inn í veturinn enda fullur af minningum eftir marga frábæra túra á þessu ári.“

Hilmir er afar ánægður með Vopnafjörðinn sinn og telur allt …
Hilmir er afar ánægður með Vopnafjörðinn sinn og telur allt þar með hinum mestu ágætum. Hér er hann með fallegan Hofsárhæng úr Laxa. Ljósmynd/Aðsend

Hilmir Víglundsson í Vopnafirði er ekkert nema jákvæðnin. Hér er hans svar:

„Sumarið er alltaf gott í Vopnafirðinum að því leyti að þar er ALLTAF vatn og fiskar á bilinu 5 til 25 pund, þú færð allt í Vopnafirðinum: Góða þjónustu, fallegar laxveiðiár og einstakt landslag við Selá og Hofsá. Annars var þetta sumar bara ágætt veiðilega séð. Hofsá klárlega að rífa sig í gang eftir mörg erfið ár. Selá bara flott enda aðstæður fyrir smáflugur og þær breytingar sem gerðar hafa verið í Selá voru fáránlega góðar alveg til 1. september.

Vonbrigðin eru klárlega Víðidalur, Vatnsdalur, Þistilfjörður og svo margar ár á Vesturlandi.

Ég fór í Jöklu í fyrsta skiptið í sumar og það var alveg frábært. Er mjög spennandi dæmi og verður rosaleg á ef vel tekst til. Mest spennandi verkefni á Íslandi klárlega. Ég sé ekki neitt sem þarf að breytast nema að gefa ekki út leyfi til laxeldis á Íslandi á þessari og næstu öld.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert