Hofsá bannar túpur og sökkenda

Hann er á í Hofsá. Hér er slegist við fallega …
Hann er á í Hofsá. Hér er slegist við fallega tveggja ára hrygnu í veiðistaðnum Fence í sumar. Ljósmynd/ES

Veiðifélag Hofsár beindi því til leigutaka árinnar að frá og með næsta veiðitímabili verði sökkendar og stórar þyngdar túpur bannaðar við veiðar í Hofsá. Þessi beiðni kemur til eftir að Hofsárbændur hafa fylgst með framkvæmd nýrra veiðireglna sem tóku gildi í Selá í sumar. Þá var bannað að nota sökkenda, þungar túpur og settur á löndunarkvóti. Aðeins má landa fjórum löxum á vakt. Þá var einnig gripið til þess að leyfa einungis veiði á tveimur löxum úr hyl á veiðivakt. Sú regla verður ekki tekin upp í Hofsá.

Gísli Ásgeirsson framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs sem rekur báðar árnar segir að þessi tilraun með breyttar veiðireglur hafi gefið góða raun í Selá í sumar. „Við fengum lægri topp í veiðina á besta tímanum, en veiðin hélst jafnari út veiðitímann,“ sagði Gísli í samtali við Sporðaköst. 

Veiðitímanum í báðum Vopnafjarðaránum er lokið. Hofsá fór yfir þúsund laxa í fyrsta skipti frá árinu 2013. Selá var á ágætisróli og skilaði 1259 löxum.

Aðspurður hvernig veiðimenn hefðu tekið þessum breytingum í Selá sagði Gísli að mikil umræða hefði spunnist um þetta breytta fyrirkomulag í veiðihúsinu í sumar. „Það er nú bara þannig með allar breytingar að fólk tekur þeim misjafnlega, en eins og ég segi, heilt yfir voru menn jákvæðir og sáttir við þessa breytingu í Selá. Ég á ekki von á öðru en að það sama verði uppi á teningnum í Hofsá.“

Ágústveiði í Hofsá. Þar verður nú bannað að nota sökklínur …
Ágústveiði í Hofsá. Þar verður nú bannað að nota sökklínur og tauma og einnig stórar túpur. Ljósmynd/ES

Veiðimönnum í Selá er skylt að hafa leiðsögumann með sér og hefur veiðitíminn verið styttur í báða enda. þannig að veitt er í tíu klukkutíma á dag í stað tólf sem er hámarks tími samkvæmt lögum.

Nýju reglurnar í Hofsá verða vægari útfærsla af nýju reglunum í Selá. Sökktaumar og túpur verða ekki leyfðir og kvóti á stöng verður áfram fimm laxar í Hofsá. Rétt er að taka fram að bannið tekur einungis til stórra og þyngdra túpa. Áfram verður heimilt að veiða á kóna og litlar túpur, kvarttommur og slíkt.

Efri Foss í Selá. Breytt veiðifyrirkomulag þótti gefa góð svo …
Efri Foss í Selá. Breytt veiðifyrirkomulag þótti gefa góð svo góða raun að Hofsárbaændur vilja fara í svipað fyrirkomulag. Ljósmynd/ES

Segja má að grunnhugmyndin að því að leyfa aðeins veiði á tveimur löxum úr sama hyl sé tvíþætt. „Við sjáum það í Selá við Fossinn og sundlaugarhyljina að þar geta menn staðið heila vakt og kastað á sömu fiskana. Okkar reynsla er að þegar búið að er að setja í og spila tvo fiska þá eru hinir ekki að fara að taka. Svo hafa komið fram vangaveltur um þá fiska sem eru í gjöfulustu hyljunum, að áreitið sé svo mikið að það þurfi hreinlega að draga úr því og þetta er leið til að koma í veg fyrir að kastað sé á sömu fiskana allan daginn, allan veiðitímann,“ sagði Gísli.

Fréttin hefur verið uppfærð
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert